is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29277

Titill: 
  • Jafnrétti er mannréttindi: Hvernig er hægt að fjölga konum í framkvæmdastjórnum.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eigindleg rannsókn var framkvæmd með það að markmiði að komast að því hvaða leiðir væru mögulegar til að fjölga konum í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Leitast var við að afla vitneskju sem gæti nýst stjórnendum sem vilja auka jafnrétti kynjanna á sínum vinnustöðum.
    Gagnaöflun fór fram með viðtölum við fimm stjórnendur sem stjórna eða hafa starfað við stjórnun á Íslandi og hafa beitt sér fyrir því að jafna hlut kynjanna innan þeirra fyrirtækja sem þeir stjórnuðu. Var hentugleikaúrtak notað við val á viðmælendum og leitast við að finna fólk sem er þekkt fyrir að hafa tekið ákvarðanir sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti innan þeirra fyrirtækja.
    Helstu niðurstöður sýna að ákvörðunin um að jafna hlut kynjanna innan fyrirtækja og þar af leiðandi fjölga þeim innan framkvæmdastjórna fyrirtækja verður að koma frá æðsta stjórnanda, þ.e. framkvæmdastjóra eða forstjóra og er það sá aðili sem verður að beita sér fyrir breytingunni. Stjórnandi fyrirtækisins verður að gera sér grein fyrir kostum aukins fjölbreytileika framkvæmdastjórna og taka ákvarðanir sem leiða til fjölgunar kvenna á vinnustaðnum og í stjórnum. Karlkyns viðmælendurnir töldu að fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja, sem náðst hefur með lögum um kynjakvóta í stjórnum, myndi gera það að verkum að konum fjölgaði í framkvæmdastjórnum þar sem að stjórnarkonurnar myndu þrýsta á að fleiri kvenmenn yrðu ráðnir í framkvæmdastjórnunarstöður. Konurnar sem rætt var við töldu að þróunin væri of hæg, kynjakvótarnir í stjórnum væru ekki að virka á þann veg að konum fjölgaði í framkvæmdastjórnum í kjölfarið og því þyrfti að bæta um betur og setja einnig á kynjakvóta fyrir framkvæmdastjórnir. Einnig voru flestir sammála um að það þyrfti að jafna fæðingarorlofið enn frekar og fá karla til að taka sitt orlof til að konur eigi greiðari leið aftur út á vinnumarkaðinn að orlofi loknu.

Samþykkt: 
  • 21.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf455.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jafnrétti er mannréttindi.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna