is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29279

Titill: 
  • Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Viðhorf og upplifun stjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru skoðuð viðhorf stjórnenda hjá Reykjavíkurborg til tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar og eins upplifun þeirra af verkefninu. Verkefnið hófst formlega árið 2015 á tveimur starfsstöðum borgarinnar og er liður í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og einkalíf. Árið 2016 bættust síðan við fleiri starfsstaðir með ólíka starfsemi. Útfærsla á styttingunni er ólík á milli starfsstaða en á sumum stöðum hefur vinnuvikan verið stytt í 35 stundir og á öðrum í 36 stundir. Eins er breytilegt hvort styttingin er tekin öll á einum degi eða hvort hver vinnudagur er styttri. Rannsóknin var unnin út frá eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við átta stjórnendur á þeim starfsstöðum þar sem tilraunverkefnið hefur verið í gangi.
    Helstu niðurstöður eru að stjórnendur hafa jákvætt viðhorf til styttingar vinnuvikunnar án launaskerðingar. Upplifun stjórnenda af fyrirkomulaginu er almennt jákvæð og upplifa þeir meiri ánægju starfsfólks og meiri samvinnu. Einnig upplifa þeir að starfsstaðir þeirra veiti sömu þjónustu og áður og telja að þjónustuþegar finni ekki fyrir því að vinnuvikan var stytt. Í sumum tilfellum upplifa stjórnendur að starfsfólk þurfi nú að vinna mun hraðar en í öðrum tilfellum telja stjórnendur að afköst séu óbreytt. Stytting vinnuvikunnar hefur gert flestum stjórnendum kleift að draga úr vinnu en að sögn margra getur vinnan vegið meira einkalífið. Stytting vinnuvikunnar hefur þau áhrif á flesta stjórnendur að þeir vinna minna og eiga með því aukinn frítíma sem auðveldar þeim að samræma vinnu og einkalíf.

Samþykkt: 
  • 21.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar.pdf1,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf29,09 kBLokaðurYfirlýsingPDF