Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2928
Verkefnið felur í sér smíði á gripefnum og skoðun á hæfni þeirra til þess að binda
kítínasa og kítínbindandi prótín úr ræktunarvökva sveppsins T.Emersonii.
Forhreinsun er gerð á vökvanum með því að nota ammoníum súlfat fellingu og
skoðað verður með rafdrætti samsetningu prótínanna í lausninni. Í ljós kom að
fæðulausnin innihélt prótín með mólmassa á bilinu 130-15 kDA, og mest af prótínum
sem hafa mólmassa á bilinu 59 til 20 kDa. Gripefnin þrjú sem voru smíðuð voru öll
með T-ChOS (Chitooligomers) tengil en með mismunandi griparma (spacer). Það
gripefni sem reyndist vera best var AC2 sem er þríklóróþríazín virkjaður Sepharósi.
Reyndist bindigeta hans vera um 1 mg prótíns fyrir 1 g stoðefni. FPLC tæki frá
Pharmacia Biotech var notað til þess að skima fyrir prótínum í lausninni og rafdráttur
var framkvæmdur til þess að skoða stærðir prótína sem bindast á griphópana. Í ljós
kom að gripefnin þrjú voru að binda prótín sem voru með mólmassana 58, 38, 36, 34
og 25 kDa. Gripefnin eru því að binda þau prótín sem mest er af í lausninni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
na_fixed.pdf | 868.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |