is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29280

Titill: 
  • Innleiðing kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar hjá Reykjavíkurborg. Framkvæmd og staða verkefnisins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Reykjavíkurborg hóf innleiðingu kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar með verkefninu Kynjuð fjárhags- og starsfáætlun árið 2011. Viðfangsefni þessa meistaraverkefnis er að fjalla um hvernig Reykjavíkurborg hefur staðið að innleiðingunni og hvernig hún samræmist hugmyndafræði um kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Rannsóknarspurningin er þríþætt: Hvernig samræmist verkefnið Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun Reykjavíkurborgar hugmyndum um kynjaða fjárhagsáætlunargerð? Hvernig endurspeglast þessar hugmyndir í framkvæmd verkefnisins? Og loks, hver er árangur verkefnisins í ljósi markmiðssetningar um fjárhagsáætlunargerð sem verkfæri í þágu jafnréttis?
    Rannsóknin byggir á innihaldsgreiningu þar sem fyrirliggjandi skrifleg gögn verkefnisins voru skoðuð á kerfisbundinn hátt og meginþræðir þeirra greindir. Niðurstöður greiningarinnar eru síðan ræddar í samhengi við hugmyndafræðilegan ramma kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. Einnig er fjallað um þau sóknarfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar sem felast í að nýta hugmyndir og aðferðir árangurmiðaðrar fjárhagsáætlunargerðar.
    Helstu niðurstöður sýna að framkvæmd innleiðingar Reykjavíkurborgar nær til fjögurra meginþátta en þeir eru að: þróa verkferla og vinnulag (1), gera breytingar á reglum borgarinnar varðandi fjárhagsáætlunargerð (2), kynna og fræða (3) og greina þjónustuþætti (4). Greining á gögnum leiðir jafnframt í ljós að verkefnið samræmist almennum hugmyndum um kynjaða fjárhagsáætlunargerð sem hafa verið og eru enn að þróast, bæði hér á landi og erlendis. Þessar hugmyndir eru þó tiltölulega ómótaðar hvað varðar að útfæra þær í framkvæmd og stór hluti verkefnis Reykjavíkurborgar hefur verið að efla vitund og þekkingu starfsfólks um viðfangsefnið og þróa verkferla. Í innleiðingu verkefnisins hefur Reykjavíkurborg staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum og margir aðrir sem hafa tekist á við kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Verkefnið festist í þeim áfanga innleiðingarinnar sem snýr að því að greina, safna gögnum og fræða fremur en því að kalla fram raunverulegar breytingar á ráðstöfun fjámuna í þágu jafnréttis.

Samþykkt: 
  • 22.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vaka Antonsdóttir.lokin.pdf3.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing001.pdf41.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF