is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29284

Titill: 
  • ISIS: Birtingarmynd nútíma hryðjuverkastarfsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er farið yfir sögu hryðjuverkastarfsemi með áherslu á íslömsku hryðjuverkasamtökin ISIS. Reynir höfundur að varpa ljósi á hvað flokkist sem hryðjuverk og hvernig hryðjuverkahópar verða til, í hvaða umhverfi og í hvaða tilgangi ásamt því að skoða þróun hryðjuverka í gegnum tíðina. Hryðjuverk hafa þekkst allt frá tímum frönsku byltingarinnar á 18. öld og hafa þróast frá þeim tíma í samhengi við sögulegt og pólitískt umhverfi ásamt aukinni hnattvæðingu og tækniþróun. Hryðjuverk hafa á þessum tíma færst frá því að eiga sér þjóðernislegan uppruna í það að ganga þvert á landamæri með alþjóðlegri starfsemi og dreifðari ógn byggt á trúarlegum gildum. Gerendur benda í miklum mæli á æðri mátt og trúarlegan tilgang sem leiddi þá til árása. ISIS hefur vaxið í samræmi við landfræðilega staðsetningu og aðstæður á svæðinu. Nýliðun innan hreyfinga ISIS er alþjóðleg og nýtir sér nútíma tækni og miðla, þá getur reynst erfitt að komast að nákvæmum niðurstöðum þegar mynstur árása ISIS er skoðað. Með aukinni þekkingu og uppbyggingu þjóðfélaga má draga úr þeiri ógn sem stafar af hryðjuverkum um heim allan þar sem umhverfi og gildi samfélaga móta hugmyndir þegnanna. Með samstarfi þjóða hefur talsverðum árangri verið náð í átt að því að veikja starfsemi ISIS.

Samþykkt: 
  • 29.12.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TRHM-BASKIL.pdf322.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Thelma_yfirlysing1.pdf293.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF