is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29285

Titill: 
  • Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs: Í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hefur fatlað fólk verið jaðarsettur hópur í samfélaginu sem hefur ekki notið ýmissa réttinda til jafns við aðra. Af þessari ástæðu samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sérstakan samning um réttindi fatlaðs fólks, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem tók gildi 3. maí 2008. Ísland undirritaði samninginn 30. mars 2007 og Alþingi heimilaði síðan fullgildingu hans með þingsályktun nr. 61/145 hinn 20. september 2016.
    Í ritgerð þessari er fjallað um hvað felist í rétti fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs samkvæmt framangreindum samningi. Er markmið hennar að kanna annars vegar hvort og þá hvernig réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs, í skilningi samningsins, sé tryggður samkvæmt íslenskum rétti og hins vegar hvernig stuðlað sé hérlendis að möguleikum fatlað fólks til að stjórna eigin lífi. Til að varpa ljósi á stöðu þessara mála í lagalegu tilliti er stuðst við lög, reglugerðir, lögskýringargögn, reglur Reykjavíkurborgar og svör sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins við tilteknum spurningum. Jafnframt er litið til dóma og úrskurða, þar sem reynt hefur á rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs, en í því sambandi ber þess þó að geta að þar hefur lítið reynt á þennan rétt.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að íslensk löggjöf samræmist ekki að öllu leyti rétti fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs, líkt og hann kemur fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Því er ljóst að gera þarf betur hér á landi til að samræma löggjöf á þessu sviði ákvæðum samningsins. Telja má að mikilvægt skref í þá átt sé að líta á rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs sem hluta af mannréttindum þess. Liður í því væri að löggilda umræddan samning og viðurkenna þannig rétt alls fatlaðs fólks til að fá notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um.

Samþykkt: 
  • 3.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.Ásdís.S.Ásgeirsdóttir.pdf1.22 MBLokaður til...01.01.2038HeildartextiPDF
Yfirlysing.skemman.pdf391.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF