is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29289

Titill: 
  • Skattlagning ferðaþjónustufyrirtækja: Virðisaukaskattur og aðrir óbeinir skattar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um virðisaukaskatt fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis ásamt þeim óbeinum sköttum sem fyrirtækin þurfa að greiða. Virðisaukaskattur hér á landi var lagður á þann 1. janúar 1990 með lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Skatturinn er almennur neysluskattur og leggst á flest innlend viðskipti á öllum stigum sölu. Í ritgerðinni verður fjallað almennt um virðisaukaskatt, virðisaukaskattsskýrslu og hvaða aðilar eru skattskyldir hér á landi. Skattskyld velta í ferðaþjónustu verður metin ásamt skiptingu ferðaþjónustunnar í þá flokka innan ferðaþjónustunnar sem tilheyra lægra og hærra skattahlutfallinu ásamt þeim hópi sem er undanþegin virðisaukaskatti. Í frumvarpi ríkisstjórnar 2016 til fjárlaga kom fram að hækka skyldi virðisaukaskatt ferðaþjónustu úr lægra skattahlutfallinu, 11% yfir í það hærra, 24%. Sú hækkun verður metin og fjallað verður um fyrirhuguð áhrif þessara breytinga og tekið saman hvað hagsmunaaðilar greinarinnar höfðu um það að segja. Þá verður einnig metið hvort hækkunin sé í samræmi við önnur Evrópulönd hvað varðar virðisaukaskatt gistiþjónustu og aðra óbeina skatta. Hækkun á gistináttaskatti sem varð í september 2017 verður einnig skoðuð.

Samþykkt: 
  • 4.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd - Lokaskil.pdf762.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf203.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF