is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2929

Titill: 
  • Ofbeldi er meðgönguvandamál: Nálgun ljósmæðra í meðgönguvernd
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að skoða nálgun ljósmæðra í meðgönguvernd á viðfangsefninu ofbeldi í nánum samskiptum. Leita ljósmæður í meðgönguvernd eftir upplýsingum um ofbeldi og eru einhverjir þættir sem hindra þær í að spyrja um ofbeldi? Markmið rannsakanda var að vekja athygli á stöðunni í meðgönguvernd hérlendis.
    Fimm ljósmæður sem starfa í meðgönguvernd á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rýnihópsviðtali sem síðan var greint í þemu með aðferðum fyrirbærafræðinnar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að ljósmæðrunum fannst mikilvægt að allar konur á meðgöngu væru spurðar um ofbeldi. Skiptar skoðanir voru á því hvenær og hvernig best væri að spyrja og hvernig skrá ætti ofbeldi í meðgönguskrána. Nokkrir þættir hindruðu þær í að spyrja eins og viðkvæmni málefnisins, tímaskortur og viðvera barnsföður.
    Þörf á aukinni þjálfun, æfingum og fræðslu fyrir ljósmæður um ofbeldi kom skýrt fram. Atriði sem munu stuðla að því að ljósmæður leiti upplýsinga um ofbeldi á meðgöngu voru nokkur; að skipulagt sé að konan komi einhvern tímann ein og gert sé ráð fyrir reit um ofbeldi í mæðraskránni eru dæmi um leiðir sem myndu hjálpa ljósmæðrum.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
l_fixed.pdf864.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna