is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29290

Titill: 
  • Borgaralaun og dreifing auðlindarentu: Finnska borgaralaunatilraunin í samanburði við ráðstöfun auðlindatekna í Alaska og Noregi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Borgaralaun eru tekjur sem ríkið tryggir borgurum sínum skilyrðislaust og eru því eins og að greiða atvinnuleysisbætur án tillits til stöðu einstaklinga á vinnumarkaði, annarra tekna eða eignastöðu. Hugmyndin um borgaralaun er alls ekki nýtilkomin en talið er að hún hafi fyrst komið fram snemma á 16. öld. Á undanförnum árum hefur umræðan um greiðslu borgaralauna fengið byr undir báða vængi en vaxandi áhuga á hugmyndinni má tengja við efnahagsþróun síðustu ára, félagsleg vandamál í tengslum við þá þróun og breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Meðal þessara vandamála og breytinga má nefna vaxandi ójöfnuð, fjölgun óhefðbundinna starfa í kjölfar stafrænnar byltingar og hættuna á fækkandi störfum vegna aukinnar sjálfvirkni. Víðsvegar um heiminn hafa verið gerðar tilraunir með greiðslu borgaralauna en engin þeirra tilrauna hefur fests í sessi. Á tímabili var kerfi á Íslandi sem var í raun vísir að borgaralaunakerfi en það var aflagt. Fjárþörf borgaralaunakerfis getur verið mjög mikil en helstu hugmyndir um hvernig eigi að fjármagna greiðslurnar fela í sér minnkun eða afnám velferðarkerfis og/eða hækkun skatta. Einhver ríki geta þó nýtt auðlindarentu, allavega að einhverju leyti, til að greiða íbúum sínum borgaralaun. Það er skoðun margra að náttúruauðlindir lands og renta þeirra tilheyri íbúum landsins og því er greiðsla borgaralauna ein leið til þess að dreifa auðlindinni meðal eigenda auðlindarinnar, íbúanna. Ýmsar aðrar leiðir er hægt að fara til að dreifa auðlindarentu meðal fólksins eins og með því að nýta hana til að greiða opinberu starfsfólki laun og ef við skoðum dreifingu olíurentu þá er sem dæmi einnig hægt að niðurgreiða eldsneyti. Af þessum þremur leiðum virðist bein dreifing auðlindarentunnar í gegnum borgaralaunagreiðslur vera ákjósanlegust. Í þessari ritgerð er svo dreifing auðlindarentu í Alaska og Noregi skoðuð ásamt borgaralaunatilrauninni í Finnlandi, þessi kerfi borin saman og skoðað hvernig þau standa gagnvart skilgreiningunni á borgaralaunum.

Samþykkt: 
  • 4.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAÚTGÁFA - BS ritgerð - Sigrún Arna Hallgrímsdóttir.pdf892.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Sigrún Arna.pdf151.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF