is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29293

Titill: 
  • Birgðamat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Birgðir og birgðabókhald er mikilvægur hluti reikningsskila hjá verslunar og framleiðslufyrirtækjum. Hjá mörgum slíkra fyrirtækja eru birgðir stærsti hluti eigna þeirra og því mikilvægt að rétt sé farið að við meðhöndlun þeirra. Samkvæmt lögum og reglugerðum eru nokkrar aðferðir leyfðar við mat á birgðum.
    Í ritgerðinni verður farið yfir helstu aðferðir við birgðamat ásamt almennri umfjöllun um birgðamat, svo sem muninn á hlaupandi og lotubundnu birgðabókhaldi, en einnig verður farið aðeins yfir helstu ákvæði laga og reglugerða sem eiga við um birgðir. Farið verður síðan yfir helstu þumalputtareglur varðandi birgðamat, eins og þær eru taldar upp í reglum reikningsskilaráðs og síðan skoðað hverjar eru helstu flækjur sem upp koma við eignarhald birgða. Að lokum verður síðan tekið fyrir hver áhrif birgða eru á ársreikninga fyrirtækja sem og helstu kennitölur þeirra.
    Þrjú fyrirtæki voru skoðuð með tilliti til þess hvaða birgðamatsaðferð þau nota og síðan var skoðað hvort eitthvert samband sé á milli veltuhraða birgða og aðferðarinnar sem þau kjósa að nota. Einnig var skoðað hvert hlutfall birgða var af heildareignum fyrirtækjanna og athugað hvort það gæti haft áhrif á val þeirra á birgðamatsaðferð. Val fyrirtækja á viðeigandi birgðamatsaðferð getur skipt verulegu máli og því mjög mikilvægt að fyrirtæki þekki til um helstu aðferðir og hvað hver aðferð þýðir fyrir afkomu þess.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf820.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf20.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF