is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29294

Titill: 
  • Starfsmannavelta og starfsánægja. Staðan í leikskólum Garðabæjar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á starfsmannaveltu og skoða fjarveru starfsmanna í leikskólum Garðabæjar. Einnig að kanna upplifun leikskólastjóra af starfsmannaveltu og hvaða aðferðir og leiðir þeir beittu gagnvart starfsmannaveltu.
    Í ritgerðinni er gengið út frá skilgreiningu Newstorm og Davis frá árinu 1993 um starfsmannaveltu, þeir skilgreina hana sem hlutfall allra starfsmanna sem hætta störfum hjá fyrirtæki sem þeir starfa hjá, hvort sem þeir segja sjálfir upp eða er sagt upp störfum.
    Samkvæmt vinnusálfræði er ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt talið hafa áhrif á starfsmannaveltu, bæði hjá fyrirtæki sem og hjá starfsmanninum. Ánægðir starfsmenn eru t.a.m. taldir ólíklegri til þess að leita sér að nýju starfi heldur en starfsmenn sem eru óánægðir. Þeir eru líklegir til þess að standa sig verr í vinnu, t.d. með því að draga úr vinnuframlagi, mæta verr í vinnuna heldur en ánægðir starfsmenn.
    Í rannsókninni var beitt blönduðum rannsóknaraðferðum. Töluleg gögn frá bæjaryfirvöldum voru skoðuð og tekin viðtöl við fjóra leikskólastjóra til að fá fram frekari upplýsingar frá þeim.
    Helstu niðurstöður benda til nokkurrar starfsmannaveltu sem birtist einna helst í því að ungt fólk á aldrinum 16-26 ára kemur til starfa í leikskólum í stuttan tíma. Aðrir þættir sem virðast hafa áhrif eru álag og lág laun ófaglærðra. Viðmælendurnir virðast allir vera meðvitaðir um gildi starfsánægju og að viðhalda henni. Þeir beita fjölbreyttum leiðum til þess, sem er mikilvægt samkvæmt fræðunum, því það er m.a. talið draga úr starfsmannaveltu. Ekki er hægt að tengja starfsmannaveltu leikskólanna við eina ástæðu heldur eru margir þættir sem hafa áhrif, s.s. laun, álag, aldur starfsmanna, vinnuumhverfi o.fl. Æskilegt er að sveitarfélög bregðast við vandanum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study is to highlight employee turnover and view the absence of kindergarten employees in Garðabær. Also explore the perception of the kindergarten principals of staff turnover and what methods and ways they apply to employee turnover.
    This essay is based on Newstorm and Davis´s definition from 1993 on employee turnover, which defines it as a percentage of all employees who retire at the businesses they work, whether they quit their jobs or resign.
    According to work psychology, a number of both positive and negative factors affect employee turnover both at the company and at the employee level. Happy employees are at the same time considered less likely to look for a new job than employees who were unhappy. Unhappy employees are more likely to get worse at work, for example. by reducing labor costs and they skip work more often than happy employee´s.
    The study applied mixed research methods. Numerical data from the municipal authorities were examined and interviewed by four kindergarten principals to provide further information
    The main results indicate some employee turnover, mainly due to the fact that young people aged 16-26 are employed in kindergartens for a short period of time. Other factors that seem to affect employee turnover are stress and low wages of those who are unskilled. The interviewees seem to all be aware of the value of job satisfaction and maintain it in a variety of ways, which is important in the art because it is supposedly believed that it reduces employee turnover. The kindergarten's staff turnover can not be linked for one reason, but there are many factors that influence it, for example, salary, load, age of employees, work environment, etc. Preferably the rural communities need to respond to the problem.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsmannavelta og starfsánægja; Staðan í leikskólum Garðabæjar.pdf1,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma yfirlýsing.jpg59,92 kBLokaðurYfirlýsingJPG