is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29296

Titill: 
  • Birtingamyndir ágreinings í skólastarfi og leiðir til að leysa ágreining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um upplifun og viðhorf skólastjórnenda til ágreiningsmála á vinnustað. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við átta skólastjórnendur á höfuðborgarsvæðinu.
    Helstu niðurstöður voru þær að ágreiningur er að mestu leyti vinnutengdur og eru algengustu birtingarmyndir ágreinings: Ágreiningur um verkefni og ágreiningur um hlutverk. Skólastjórnendum finnst ágreiningur mikilvægur í stofnunum, sérstaklega þegar hann er faglegur en finnst að sleppa mætti persónulega ágreiningnum og meirihluta skólastjóranna líður ekki vel á meðan á ágreiningi stendur. Helstu aðferðirnar til að leysa ágreiningsmál voru samskipti, þar sem talað var við alla sem eiga í hlut og reynt að finna sameiginlega niðurstöðu. Skólastjórarnir leita oft utanaðkomandi aðstoðar, yfirleitt til ríkisrekinna stofnana en einnig koma upp mál þar sem þeir þurfa að leita hjálpar einkarekins fyrirtækis og voru allir viðmælendurnir ánægðir með þann stuðning sem þeir fá þegar þeir standa andspænis erfiðum ágreiningsmálum.
    Niðurstöður gefa vísbendingar um að birtingarmyndir ágreinings í skólastarfi spretta helst upp meðal starfsfólks skólans en einnig meðal foreldra skólabarna. Allir viðmælendur höfðu fengið fræðslu um stjórnun ágreiningsmála og notuðu bæði fræðin og reynsluna til að leysa úr ágreiningi. Meirihluta viðmælenda líður ekki vel á meðan þeir vinna í ágreiningsmálum en gera sér grein fyrir að þetta sé hluti af þeirra starfi og sumum viðmælendum finnst áskorun að leysa úr ágreiningi og finnst ekki leiðinlegt að vinna að lausn hans ef rétt er farið að. Viðmælendur voru almennt sáttir við stuðning sem þeir fengu ef þeir leituðu eftir honum.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Sif Sverrisdóttir.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20180105_094547.jpg3.54 MBLokaðurYfirlýsingJPG