Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29297
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun átrúnaðar í sjö ríkjum Evrópu. Ritgerðin hefst á því að skoða kenningar fræðimanna sem hafa rannsakað trú og trúarbrögð í félagslegu samhengi. Þetta eru menn á borð við Emilé Durkheim og Max Weber en þeir settu fram kenningar sem tengdust átrúnaði og trúarbrögðum. Durkheim skrifaði nokkur rit en ritin Verkaskiptingin(Division of Labor) og Grundvallarformgerðir trúarlífsins(The Elementary forms of the religious life) verða til umfjöllunar í þessari ritgerð. Weber fjallaði um kenningu skynsemisvæðingar í bókinni The Sociology of Religion. Durkheim vildi skoða einföldustu formgerð trúarbragða og ákvað því að rannsaka frumbyggja Ástralíu. Hann rannsakaði trú þeirra til þess að geta fundið einföldustu og hreinustu formgerð átrúnaðar og komst að þeirri niðurstöðu að það væri tótemisminn. Weber setti fram kenningu skynsemisvæðingar sem fjallaði um hvernig þróun samfélaga kom til. Hefðum og trú var skipt út fyrir nýjar vísindalegar útskýringar og hugmyndir sem þýddi að átrúnaður fór að hafa minni áhrif á mannkynið. Umfjöllun um framhaldið á þessari þróun, á síðustu 40 árum, er til
skoðunar í þessari ritgerð.
Eftir umfjöllun um kenningarnar taka við aðferðir og niðurstöður. Aðferðarfræðin var megindleg þar sem notuð voru gögn úr Evrópsku lífsgildakönnuninni(EVS) og Evrópsku viðhorfakönnunni(ESS). Greint var frá samanburði á milli landa, aldurs og hjúskaparstöðu. Helstu niðurstöðurnar voru þær að þróun átrúnaðar á síðustu 40 árum var neikvæð. Vægi átrúnaðar minnkaði, kynslóðamunur var til staðar og fylgjendur íslensku Þjóðkirkjunnar höfðu sagt sig stöðuglega úr kirkjunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð Jan 2018 lokaútgáfa.pdf | 1,83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing MA-Ritgerð Félagsfræði.jpg | 609,48 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |