Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29299
Vaktavinna og vaktavinnufólk eru ómissandi í nútímaþjóðfélagi, en hugsanlega er það vanmetið hversu mikil áhrif það hefur á fólk að vinna vaktavinnu og ekki allir sem gera sér grein fyrir afleiðingum þess.
Mikið álag fylgir því að vinna vaktavinnu, bæði líkamlegt og ekki síður andlegt. Vaktavinna hefur einnig í för með sér álag á fjölskyldur vaktavinnufólks sem ekki fá að njóta samveru og nærveru þeirra sem vinna þegar aðrir eru í fríi (Guðfinna Jörundsdóttir, 2015).
Í þessu verkefni verður kostnaður við vaktavinnu skoðaður. Fjallað verður um kostnað fyrirtækja vegna flóknara skipulags og vaktaálags auk þess verður farið yfir þörf fyrir aukinn fjölda starfsfólks. Mestur þungi fer þó í að fjalla um fórnarkostnað vaktafólks sem liggur helst í því að það er líklegra til að upplifa skert lífskjör og meiri líkur eru á að það veikist af alvarlega en starfsfólk sem vinnur í dagvinnu. Þekkt er að vaktavinna eykur líkur á allskyns alvarlegum sjúkdómum meðal starfsmanna, bæði andlegum og líkamlegum (Costa, 2003). Að lokum verður skoðað hvernig mögulegt er að draga úr neikvæðum áhrifum sem vaktavinna getur haft á fólk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BJH Er ekkert mál að setja fólk á vaktir.pdf | 879.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 237.8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |