is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/293

Titill: 
 • 1,2,3,4,5 dimma limm ... : hvers vegna er hreyfing mikilvæg fyrir börn? Hver eru viðhorf foreldra til daglegrar hreyfingar barna?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunum; Hvers vegna er hreyfing mikilvæg fyrir börn ? Hver eru viðhorf foreldra til daglegrar hreyfingu barna ?
  Hér verður fjallað um hvað hreyfing er mikilvæg alhliða þroska barna, farið er inn á ýmsa þætti hennar t.d. hvað felist í hugtökunum heilbrigði og heilsuefling. Hreyfiþroskanum eru gerð skil, athugað hvað fræðingarnir segja um hann. Nokkrar rannsóknir varðandi hreyfiþroskann athugaðar. Farið er inn á hreyfigetu barna frá 2-6 ára aldurs, skoðað hvað er áætluð hreyfigeta barna á vissu aldursskeiði. Athugað hver áhrif umhverfis eru á hreyfiþroska, einnig farið inn á mataræði og matvendni barna. Farið yfir hlutverk leikskólakennarans í hreyfiuppeldi barna, í framhaldi af því er skoðað hversu mikilvægir foreldrar og leikskólakennara sem fyrirmyndar eru börnum fyrirmyndir bæði hvað varðar hreyfingu og að heilbrigðum lífsháttum. Gefðar eru hugmyndir að aldursskiptum hreyfistundum sem hægt er að útfæra á mismunandi hátt.
  Til að athuga viðhorf foreldra til mikilvægis hreyfingar barna var gerð könnun meðal þeirra, könnunin var lögð fyrir foreldra elstu barna í öllum leikskólum Reykjanesbæjar, spurningarnar voru sex og gerðar í samvinnu við Steindór Gunnarsson íþróttakennara. Flest allir foreldrar voru á því að barnið hreyfði sig daglega. Foreldrar voru sammála um mikilvægi daglegrar hreyfingar, helsti munur á kynjunum eru að meirihluti stúlkna æfa fimleika en mikill hluti drengja æfa fótbolta.
  Kennarar eru mikilvæg fyrirmynd í hreyfingu sem og heilbrigðu líferni. Ávallt skyldi horfa á hreyfinguna sem stanslausa gleði og ánægju börnum til handa.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dimmalimm.pdf299.8 kBTakmarkaður1,2,3,4,5 dimma limm ... - heildPDF
dimmalimm_e.pdf98.5 kBOpinn1,2,3,4,5 dimma limm ... - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
dimmalimm_h.pdf125.39 kBOpinn1,2,3,4,5 dimma limm ... - heimildaskráPDFSkoða/Opna
dimmalimm_u.pdf80.88 kBOpinn1,2,3,4,5 dimma limm ... - útdrátturPDFSkoða/Opna