is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2930

Titill: 
 • Viðskiptavild : breytingar eftir innleiðingu IFRS
Titill: 
 • Goodwill : Changes after the adoption of IFRS
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir, á frummálinu nefndir International Financial Reporting
  Standards – IFRS, hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir reikningsskil fyrirtækja. Staðlar
  þessir eru yfirgripsmiklir og þykja flóknir á köflum en þykja þó nauðsynlegir þegar kemur að því
  að hafa reikningsskil fyrirtækja samanburðarhæf. Með síaukinni alþjóðavæðingu í viðskiptum er
  mikilvægt að til staðar sé eitt safn viðurkenndra og alþjóðlega samræmdra staðla. Í ritgerð
  þessari er fjallað um þrjá staðla IFRS og eiga þeir það sameiginlegt að tengjast allir viðskiptavild
  á einn eða annan hátt. Einn þeirra fjallar um óefnislegar eignir almennt og nefnist IAS – 38
  Óefnislegar eignir, annar um virðisrýrnun eigna og nefnist sá IAS 36 – Virðisrýrnun eigna og sá
  þriðji um sameiningar fyrirtækja og ber hann nafnið IFRS 3 – Sameiningar fyrirtækja. Leitast er
  við að varpa ljósi á þær breytingar sem hafa orðið á meðhöndlun viðskiptavildar í
  reikningsskilum íslenskra fyrirtækja eftir innleiðingu IFRS ásamt því að velta upp þeirri
  spurningu sem hefur verið á vörum landsmanna undanfarið en sú spurning varðar hækkandi
  viðskiptavild. Hvaða helstu ástæður eru fyrir hækkun á viðskiptavild í ársreikningum íslenskra
  fyrirtækja á undanförnum árum?

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSrigerd_SigurborgV_vor2009_fixed.pdf359.95 kBOpinnPDFSkoða/Opna