is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29301

Titill: 
  • Þingnefndir - gluggi í nútíma þingræði
  • Titill er á ensku Parliamentary Committees and Their Role in Modern Society
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt umboðskenningum framselja umbjóðendur valdi sínu til fulltrúa sem eiga að vinna og taka ákvarðanir með hagsmuni umbjóðenda að leiðarljósi. Þetta samband milli umbjóðenda og fulltrúa býður upp á umboðsvanda þar sem fulltrúi gætir frekar eigin hagsmuna eða hagsmuna ákveðinna hópa frekar en umbjóðandans. Í þingnefndakerfinu er umboðsvandi alltaf til staðar þar sem vinnan sem fer fram í nefndum er á bak við luktar dyr, það er því hlutverk þingsins að hafa eftirlit með nefndum og takast á við umboðsvandann. Íslenska þingnefndakerfið er frábrugðið þeim kerfum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og þegar valdheimildir íslenskra nefnda eru bornar saman við valdheimildir nefnda á hinum Norðurlöndunum kemur áhugaverður munur í ljós. Það er einnig áhugavert að skoða hvernig valdsvið nefnda hefur stækkað í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og breytinguna á andrúmsloftinu á Alþingi. Á árunum fyrir hrunið var meðaltal nefndafrumvarpa 7,88 á ári en árið 2016 fór meðaltalið upp í 18 frumvörp á ári. Þegar íslenska nefndakerfið er skoðað og skipting nefnda á árum 1959-2015 kemur meðal annars í ljós að þingmenn frá landsbyggðar-kjördæmum hafa mun sterkari stöðu í þingnefndum. Þrjár mjög áhrifamiklar þingnefndir, fjárlaganefnd, landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd og samgöngunefnd, voru skoðaðar og skipting landsbyggðarþingmanna og þingmanna sem komu úr kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þessara upplýsinga er tekið dæmi um eitt af umdeildustu málefnunum í íslensku samfélagi, kvótakerfið, og hvernig vald þingnefnda getur tryggt að breytingar verða ekki gerðar á núverandi kerfi. Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar er að núverandi kjördæmakerfi tryggir mun sterkari stöðu landsbyggðarinnar á Alþingi og í þingnefndum. Kerfið tryggir þannig að ákveðinn hópur í samfélaginu hefur aukin völd til að viðhalda þeim valdastrúktúr sem ríkir á milli landsbyggðarkjördæma og kjördæma á höfuðborgarsvæðinu. Önnur niðurstaða var sú að völd þingnefnda hafa aukist í kjölfar hrunsins en eftirlit með þeim hefur ekki aukist samhliða því. Því hefur þingið fært enn meiri völd í hendur þingnefnda, sem eins og niðurstöður þessarar ritgerðar benda til hallar að ákveðnum hópum samfélagsins og ýtir því enn meira undir umboðsvanda þingsins.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Gabriela Maria.pdf874.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sigrunah_2018-01-05_11-42-37.pdf281.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF