is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29308

Titill: 
  • Vændi skv. 1. mgr. 206. gr. hgl. nr. 19/1940. Löggjöf og framkvæmd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2009 samþykkti Alþingi Íslendinga lög nr. 54/2009 um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem lögfesti bann við kaupum á vændi. Ákvæði 1. mgr. 206. gr. hgl. lýsir háttseminni að kaupa vændi, sem refsiverðri. Þessi leið hefur oft verið nefnd sænska leiðin. Áður hafði 1. mgr. 206. gr. hgl. lýst háttseminni að selja vændi sér til framfærslu, sem refsiverðri, en með lögum nr. 61/2007 var hún gerð refsilaus. Í ritgerðinni er umfjöllun um ákvæði 1. mgr. 206. gr. hgl. og sérstaklega er lögð áhersla á framkvæmd ákvæðisins með því að skoða dóma sem fallið hafa um 1. mgr. 206. gr. hgl. Reynt er svara því hvort lögfesting ákvæðisins hafi dregið úr vændi. Aðdragandinn að lagasetningunni er kannaður og farið yfir sögulegt samhengi vændisákvæðisins í íslenskum og sænskum rétti. Til þess að háttsemi falli undir ákvæðið þarf að uppfylla skilyrði um greiðslu eða annars konar endurgjald fyrir vændi. Fullframningarstig ákvæðisins hefur verið fært fram og þarf einvörðungu að heita greiðslu til þess að brotið teljist fullframið. Í umfjölluninni er leitað í sænskan rétt við skýringu og túlkun ákvæðisins, enda sænska ákvæðið fyrirmynd 1. mgr. 206. gr. hgl. Í ritgerðinni er nauðsynlegt að gera að umfjöllunarefni lokuð þinghöld í vændismálum hér á landi og birtingu dómsúrlausna. Þinghöld eru háð fyrir luktum dyrum í vændiskaupamálm og dómar almennt ekki birtir. Íslenskir dómar sýna að refsing fyrir ein vændiskaup er 100.000 kr. sekt, að meðaltali. Sænsku dómarnir sýna að mansal skv. 1. mgr. 227. gr. a hgl. tengist oft vændi. Umfang vændis ræðst af eftirspurn og framboði þess. Birtingarmynd vændis í nútímanum er skoðuð, m.a. hvort dregið hafi úr vændi eða hvort það hafi farið úr því að vera sýnilegt í dulið á Internetinu. Birtingarmynd vændis hefur breyst með aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og tækniþróun. Fjallað er um rannsóknaraðgerðir lögreglu í vændiskaupamálum en fjöldi mála er m.a. háður frumkvæðisvinnu lögreglu.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
doc03951020180105133345.pdf304,81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Vændi skv. 1. mgr. 206. gr. hgl..pdf1,52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna