en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29309

Title: 
 • Title is in Icelandic Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum. "Meiri samskipti sem er gott, meira ónæði sem er vont".
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir upplifun opinbers starfsfólks á innleiðingu á opnum vinnurýmum. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun opinberra starfsmanna við að flytjast í opið rými og hvernig gekk að innleiða opið vinnurými. Leitast verður til að svara spurningunni: „Hvernig upplifa opinberir starfsmenn opin vinnurými?“
  Vinnuumhverfi hefur tekið miklum breytingum síðustu ár, bæði hér á landi og erlendis. Opin vinnurými virðast vera orðin algengari en áður og mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa tekið þau upp.
  Gerð var megindleg rannsókn sem byggði á vefkönnun sem var send til starfsfólks, tveggja ráðuneyta og tveggja stofnanna sem nýverið hafa tekið upp opið vinnurými. Rannsóknin var gerð með það í huga að fá sem skýrasta mynd af væntingum starfsfólksins sem og upplifun og hvað betur mætti fara.
  Niðurstöður benda til þess að starfsfólk virðist almennt vera sátt við opna rýmið sem það vinnur í, það miðlar meiri þekkingu og mörgum þykir menningin á vinnustaðnum hafa breyst til hins betra. Starfsfólk upplifir þó einnig meiri streitu, minna næði, minni einbeitingu og minni framleiðni. Það virðast vera nokkuð skiptar skoðanir hjá starfsfólki um hvort það vilji frekar vera í opnu eða lokuðu rými ef það fengi að ráða.

Accepted: 
 • Jan 5, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29309


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaeintak. BS ritgerð..pdf1.3 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing.jpg189.65 kBLockedYfirlýsingJPG