is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29310

Titill: 
  • „það er bara auðvelt hérna“ Upplifun innflytjenda frá Tyrklandi af íslenskum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að auka skilning lesenda á stöðu innflytjenda frá Tyrklandi á íslenskum vinnumarkaði. Staða innflytjenda á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni og reynt hefur verið að bæta aðstöðu þeirra með ýmsum aðgerðum. Mikilvægt er að skoða alla þá þætti sem snerta innflytjendur til að fá betri skilning á þessu málefni. Ritgerð þessi fjallar um upplifun tyrkneskra innflytjenda af íslenskum vinnumarkaði. Tekin voru viðtöl við fjóra tyrkneska innflytjendur sem allir hafa reynslu af því að starfa á íslenskum og tyrkneskum vinnumarkaði. Öll hafa þau búið á Íslandi í þó nokkurn tíma og hafa að aðlagast menningunni hér á landi sem og tungumáli. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þeim vegnar vel á Íslandi og upplifa vinnumarkaðinn á Íslandi frekar jákvæðan. Að þeirra mati er tungumálið ein helsta leiðin til að aðlagast íslenskri menningu og finnst þeim þau upplifa minni fordóma eftir að hafa lært tungumálið.

Samþykkt: 
  • 5.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„það er bara auðvelt hérna“ - Lokaskil.pdf651.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
26692340_10156075356118140_458137523_o.jpg701.89 kBLokaðurYfirlýsingJPG