is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29311

Titill: 
 • Titill er á ensku „Sorg að segja“: The Language of Negative Emotions in Eddic Poetry
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessara ritgerðar er að kanna tengsl og samspil þeirra orða sem fela í sér hryggð eða sorg eins og þau birtast í ljóðasafninu í Sæmundar Eddu/ Eddu Sæmundar fróða/ eddukvæðum. Samanborið við önnur orðsvið þá hafa fjölþættar tilfinningar eins og hryggð og sorg fengið litla athygli í fræðilegum rannsóknum á tilfinningum á fyrri tímum. Í yfirlitsgrein yfir orðaforða tilfinninga í fornnorrænu taldi Carolyne Larrington að þörf væri á nýrri aðferðafræði við rannsóknir á tilfinningahugtökum og orðum þeim tengdum (2001, 254). Þessi ritgerð var sett saman með það markmið fyrir augum að þróa frekar slíkar rannsóknir.
  Fyrir ritgerð þessa þá hef ég fíngreint merkingareiningar og orðtök sem tákna hryggleika eða sorg í eddukvæðunum sem varðveitt eru í Konungsbók Eddukvæða. Orðtök og upplýsingar þeim tengdum er að finna í gagnasafni sem fylgir ritgerðinni og hefur að geyma yfirlit yfir neikvæðar tilfinningar í eddukvæðum Konungsbókar. Gagnasafnið hefur gert mér kleift að bera kennsl á ákveðin mynstur í lýsingum á erfiðum tilfinningum í þeim ljóðum sem varðveitt eru í handritinu. Ég fjalla einnig um þær aðferðir sem beitt er til að miðla andlegum þjáningum í textanum. Í ritgerðinni er því haldið fram að tilfinningaorð og þær aðferðir sem notaðar eru til að miðla þeim geri okkur kleift að nálgast hið skáldlega sjálf innan textans. Aðferðafræðin sem beitt er hér byggir á bæði málvísindalegri nálgun sem og textagreiningu og dregur dám af nýlegum rannsóknum í hugrænum málvísindum og ýmsum þverfræðilegum nálgunaraðferðum innan bókmenntarannsókna á tilfinningum í fornbókmenntum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this thesis is to explore the network of lexical items for “grief” and “sor-row”, as they appear in the poetic materials gathered in the Poetic Edda. Compared to other lexical domains, multi-layered emotions such as grief and sorrow have received little atten-tion in the scholarly discourse on the conceptualization of emotions in pre-modern ages. In her survey of the vocabulary of emotions in Old Norse-Icelandic, Carolyne Larrington wished for a novel approach in studying emotion concepts in medieval texts, one which fo-cused on the mapping of co-occurrences and contrasts in the lexicon (2001, 254). This the-sis has been conceived with the purpose of developing this initial suggestion further.
  For the present thesis, I have conducted a fine-grain analysis on lexemes and expressions which denote ‘grief’ or ‘sorrow’ in the eddic poems collected in the Codex Regius manu-script. This research is presented in a database featuring negative emotions, which has in turn enabled me to identify the main trends in the description of troubled emotional states within the selected corpus of texts. I ultimately discuss the strategies which underpins con-cepts for psychological suffering within the textual body. This process intensifies the per-ception of the poetic self within the textual environment. The approach utilized in this work combines both a linguistic and literary analyses and is indebted to recent studies in cogni-tive linguistics on the language of emotions and to other interdisciplinary methodologies in literary analysis of emotional systems in pre-modern texts.

Samþykkt: 
 • 8.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DeclarationOfAccess_Pancetti.pdf52.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF
The Language of Negative Emotions in Eddic Poetry - EPancetti(bis).pdf1.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna