is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29313

Titill: 
 • "Stjórnunarstarf er alveg 120% starf, það er ekkert mikill tími í annað" Upplifun kvenstjórnenda á samspili fjölskyldu- og atvinnulífs
 • Titill er á ensku "Managing positions are more than a full-time job, there isn´t time for anything else" Work-life balance of women managers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var upplifun kvenstjórnenda á samspil fjölskyldu- og atvinnulífs til skoðunar. Varpað var ljósi á það hvernig konur í stjórnendastöðum á Íslandi upplifðu kröfur og ábyrgð sem fylgdu því að sinna bæði krefjandi stjórnunarstöðu, foreldrahlutverkinu og hvernig og hvort þær náðu jafnvægi þar á milli. Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við 12 konur sem gegna toppstjórnunarstöðum í meðalstórum til stórum fyrirtækjum á Íslandi. Viðtölin voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði.
  Helstu niðurstöður eru þær að konurnar upplifðu mikla togstreitu á milli starfsins og heimilis sem gerði þeim erfitt fyrir þegar kom að starfsframa. Kröfur og ábyrgð eru miklar úr báðum áttum og því þarf að fórna tíma frá öðru hvoru. Konurnar sem rætt var við höfðu allar valið að setja starfsframann í forgang og þurftu því að treysta á aðra hvað varðar fjölskylduábyrgðina. Þær upplifðu stundum eins og kröfur samfélagins væru á þá leið að móðurhlutverkið hefði meira vægi heldur en starfsframinn. Þess vegna væri stundum auðveldara að gefast upp heldur en að synda á móti straumnum. Konurnar fjarlægðu sig frá hefðbundnum hugmyndum um að móðirin væri meira heima og töldu að slíkar hugmyndir þyrftu að heyra sögunni til, svo að fleiri konur gætu fengið tækifæri til þess að sanna sig, án þess að láta kröfur samfélagsins hafa áhrif á sig.

 • Útdráttur er á ensku

  In this study, top women managers‘ experience of work-life balance is reviewed. It was highlighted how women in executive posititons in Iceland experienced the demands and responsibilities that followed both the challenging management positions and the parenting role, and how and whether they achieved work-life balance. A qualitative methodology was used, in which interviews were conducted with 12 women in top management positions in both medium-sized and large companies in Iceland. The interviews were analyzed and interpreted according to the phenomenological methodology.
  The main findings are that the women experienced much conflict between the managing job and the parenting role which made life more difficult for them. Demands and responsibilities are great at both ends so in order to climb the career ladder they had to sacrifice time from home. All of the women had prioritized their career first and had to rely on others in terms of family responsibilities. They sometimes felt that there were too many demands on women to be the perfect mother and put the mother role in front of everything else. Making it easier to give up rather than deviate from the norm. The women distanced themselves from stereotypical ideas of mothers needing to stay home more and believed that such ideas belonged in the past, allowing more women the chance to prove themselves without societal pressure being a hindrance.

Samþykkt: 
 • 8.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Nýtt Stjórnunarstarf-er-alveg-120-starf-það-er-ekkert-mikill-tími-í-annað.pdf974.75 kBLokaður til...24.02.2020HeildartextiPDF
Skemman yfirlýsing.jpg80 kBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.