is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29315

Titill: 
  • Hönnunarhugsun innan íslenskra fyrirtækja og stofnana. Design Thinking á Íslandi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vaxandi umræða hefur verið hér á landi um aðferðir hönnunarhugsunar, eða Design Thinking, sem taldar eru geta ýtt undir nýsköpun og hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að bregðast við hröðum breytingum í starfsumhverfi sínu. Ýmsir þættir spila inn í auknar vinsældir aðferðanna og má þar meðal annars nefna góðan árangur Apple í nýtingu hönnunar í vörum og þjónustu ásamt því að önnur stórfyrirtæki hafa tileinkað sér hönnunarhugsun, þ.m.t. Google, IBM og PepsiCo svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá hafa aðferðir hönnunarhugsunar markvisst verið kynntar fyrir atvinnulífinu sem mikilvægt tæki til aukinnar nýsköpunar frá árinu 2001 af aðilum á borð við hönnunarrisann IDEO. Fræðileg umfjöllun um hvernig atvinnulífið geti nýtt aðferðir hönnuða á breiðara sviði byrjaði hins vegar undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur fræðigreinin því þróast í nokkurn tíma.
    Markmið ritgerðarinnar var að skoða hvernig aðferðir hönnunarhugsunar hafa verið nýttar innan fyrirtækja og stofnanna á Íslandi og hver reynslan hefur verið af notkun þeirra. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og tekin voru þrettán viðtöl við ólíka aðila sem unnið hafa með hönnunarhugsun í verkefnum sínum innan íslenskra fyrirtækja og stofnana. Verkefni viðmælenda voru unnin á tímabilinu frá 1997 til 2017.
    Helstu niðurstöður sýna að upplifun viðmælenda af beitingu aðferða hönnunarhugsunar í verkefnum sé góð og ferlið almennt talið hafa staðið undir væntingum. Notendamiðuð nálgun í lausnaþróun hafi veitt nýtt sjónarhorn og aukið nýnæmi. Opið hugarfar í vinnslu verkefnanna ásamt virku notendasamtali, hraðri vinnslu frumgerða, ítrunum og notendaprófunum hafi leitt til betri niðurstöðu verkefna, aukinnar ánægju viðskiptavina og, í þeim tilvikum sem það átti við, fjárhagslegs ávinnings. Framlag ritgerðarinnar er jafnframt að skilgreina þrjár bylgjur hönnunarhugsunar eftir tímabilum og mismunandi áherslum í þróun aðferðanna. Bylgjurnar byggja þó hver á annarri og halda áfram eftir tilkomu þeirrar næstu.

  • Útdráttur er á ensku

    Interest in the methods of Design Thinking as an innovation process has been growing in Iceland in recent years, as the methods are thought to assist businesses and organizations to keep up with their rapidly changing environments. There are several factors that support this growing popularity, including the success of Apple in using design in its products and services. Other large corporations have also incorporated Design Thinking into their ways of working, such as Google, IBM and PepsiCo to name a few. The methods of Design Thinking have strategically been introduced as an important tool to increase innovation since 2001 by influential entities like the design and consulting firm IDEO. However, academic discussion on how businesses could benefit from applying design methods within their operations has been evolving since the late 1960s.
    This thesis explores the ways in which Design Thinking has been used within Icelandic businesses and organisations and what has been the experience of using the methods within different projects. It is based on qualitative business research methods and interviews with thirteen individuals, who have developed projects utilizing on the methods of Design Thinking. The projects were carried out in Iceland during the period 1997-2017.
    The main findings are that the participants in the research had a positive experience in using Design Thinking and they believe the methods delivered on their expectations. The human-centered approach of Design Thinking gave the research participants a new perspective and increased the originality of project outcomes. The open-minded approach to problem solving and fast learning, rapid prototyping, iterations and testing by users was considered to have delivered better solutions, increased customer satisfaction and more value. The thesis also identifies three waves of Design Thinking that are defined by different time periods and changed emphasis in the development of the methods applied within each wave. They are however interconnected as the former waves build the foundation for the next, and each wave continues after the rise of its successor.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_undirritud.pdf320,05 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hönnunarhugsun innan íslenska fyrirtækja og stofnana_Skemman.pdf1,84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna