is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29316

Titill: 
  • „Ég vildi bara... prófa eitthvað annað“: Sex íslenskir grunnskólakennarar sem hættu í starfi - ástæður og reynsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í það hvað varð til þess að viðmælendur sem eru menntaðir grunnskólakennarar, tóku ákvörðun um að gera breytingar á starfsferli sínum, ásamt því að skoða reynslu viðmælenda af breytingunum. Rannsóknin byggir á hálfopnum einstaklingsviðtölum við sex grunnskólakennara á aldrinum 38 til 49 ára sem starfa nú við annað en kennslu. Niðurstöðurnar sýna að þeir þættir sem höfðu áhrif á ákvörðun þeirra að segja kennarastarfinu lausu voru mikið álag í starfinu, lág laun, stíf umgjörð og neikvæð samfélagsleg umræða. Ný tækifæri buðust nokkrum viðmælendum og ýttu undir að þeir tóku ákvörðunina um að breyta til. Í núverandi starfi segjast viðmælendur upplifa meira frelsi og sveigjanleika, minna álag, fjárhagsstaða þeirra er betri og þeir hafa meiri tíma fyrir fjölskyldu- og einkalíf. Neikvæðir þættir sem einkenna starfið virðast því hafa áhrif á þá ákvörðun að skipta um starf. Því er þörf á að skoða starfsumhverfi kennara og bæta kjör þeirra í þeim tilgangi að halda kennurum í starfi og fá þá sem yfirgefið hafa kennarastarfið til að koma til baka.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of the research was to gain insight into primary school teacher’s experience who have quit their teaching position. The reasons participants gave for career changes were specifically looked at along with how well they adapted to this career change. The research is based on semi-open interviews with six teachers between the ages of 38 and 49 that have changed careers and no longer work as teachers. The results of the research show that influences on the teachers’ decision to quit teaching, were work related stress, low wages, and primary school teacher’s low social status. New and exciting occupational opportunities were for some interviewees decisive factors in leaving their position. Within their current field of work, the participants experienced more flexibility, improved financial status and a more stress-free working environment and they seemed to have more time for family. From these results it is evident that negative aspects in their teaching position influenced the participants decision to make the aforementioned changes. Therefore, it is necessary to explore and investigate further teachers’ work environment and make notable changes to their working conditions so as to keep teachers within the profession or recruit teachers who have made career changes.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal Guðný .pdf815.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf641.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF