is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29317

Titill: 
  • Hliðargötur auglýsenda á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það sem leitast verður eftir að svara er hvort og þá hvernig auglýsendur misnota aðstöðu sína til að auglýsa og nota vafasamar aðferðir á samfélagsmiðlum sem hafa ekki nægilega skilgreint regluverk fyrir íslenskt samfélag og hvort það sé hægt að gera eitthvað til að betrumbæta það kerfi. í fræðilega hluta ritgerðarinnar er farið yfir markaðsfræðileg hugtök sem tengjast því að auglýsa á samfélagsmiðlum, samfélagsmiðlarnir útskýrðir, áhrifavaldar, duldar auglýsingar og siðferðislegar vangaveltur lagðar fram. Í seinni hluta ritgerðar er farið yfir sex viðtöl sem tekin voru við markaðsfræðinga. Helstu niðurstöður benda til að þegar yfirvöld setja lög og reglur varðandi auglýsinga aðferðir þá finna auglýsendur nýjar leiðir til að auglýsa, sem mynda hliðargötur fram hjá settum reglum og með tímanum verða þær aðferðir teknar í sátt af samfélaginu. Einnig eru þau brot á reglum sem varða duldar auglýsingar í mörgum tilfellum ekki talin alvarleg. Það er lítið hægt að gera varðandi eftirlit á samfélagsmiðlum en þeir áhrifavaldar sem ákveða að auglýsa þurfa að vera sínir eigin siðgæðisverðir varðandi hvernig þeir framkvæma sínar auglýsingar. Regluverkið nær því miður ekki að halda í við hraðar tækniframfarir.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hliðargötur auglýsenda á samfélagsmiðlum - Valdimar Már Pétursson.pdf788.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf417.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF