Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29318
Lífeyrissjóðir eru mikilvægir fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðir eru virkir fjárfestar og umsvifamiklir á íslenskum mörkuðum. Mikilvægi þeirra fyrir íslenska hagkerfið og þannig efnahagslífið allt kom skýrt í ljós á árunum eftir bankahrunið 2008. Ein af aðgerðum stjórnvalda eftir bankahrunið var að setja á gjaldeyrishöft og eftir tilkomu þeirra fór hlutfall erlendra eigna að lækka hjá sjóðunum þar sem fjárfestingar í erlendum gjaldmiðlum voru ekki leyfðar. Hlutfall erlendra eigna í eignasöfnum sjóðanna í árslok 2016 var komið niður í 23% sem var álíka hátt hlutfall og um aldamótin. Áhættudreifing fjárfestinga er sérstaklega mikilvæg fyrir fjárfesta sem búa við jafn lítinn heimamarkað og sjóðir á Íslandi gera. Því er mikilvægt að íslensku lífeyrissjóðirnir ráðist markvisst í erlendar fjárfestingar nú þegar gjaldeyrishöftunum hefur verið aflétt.
Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman eignasöfn þriggja stærstu lífeyrissjóða Íslands við eignasöfn lífeyrissjóða á Norðurlöndum og í Hollandi í árslok 2016.
Hlutfall erlendrar fjárfestingar sjóðanna á Norðurlöndum og í Hollandi var mun hærra en hjá íslensku sjóðunum í árslok 2016. Hlutfall erlendra fjárfestinga hjá hollenska sjóðnum ABP var 75% í árslok. Svipaða sögur er að segja af sænska sjóðnum AP4 en þar vógu erlendar fjárfestingar 67,9% af heildareignum. Danski sjóðurinn ATP var með lægsta hlutfallið af þessum þremur, 41,6%. Sést að þessir sjóðir eru með mun hærra hlutfall en meðaltal íslensku sjóðanna í árslok 2016.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sverrir Ingi Ólafsson Kennitala 210293-2139. Bs-ritgerð.pdf | 597,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sverrir Ingi Ólafsson.pdf | 23,54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |