is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29320

Titill: 
  • Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki: Til að tryggja faglega launasetningu og jöfnuð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að auka skilning á birtingarmyndum og ástæðum kynbundins launamunar til að skýra betur verkefni og áskoranir þeirra sem standa frammi fyrir því að innleiða jafnlaunastaðalinn. Ennfremur er markmiðið að skýra þann ávinning sem innleiðing staðalsins getur haft á skipulagsheildina og varpa ljósi á þær hindranir sem búast má við að mæta við innleiðingu hans. Þróun kynbundins launamunar er skoðaður í sögulegu ljósi, skoðaðar eru mismunandi birtingarmyndir kynbundins launamunar, skýrðar ástæður kynbundins launamunar meðal annars í ljósi nýju stofnanakenninganna og mismunandi skoðanakerfa í samfélaginu.
    Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á nýju stofnanakenningunum og kenningum um skoðanakerfi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnendur sjá ótvírætt lögmæti í innleiðingu jafnlaunastaðals til að uppfylla kröfur starfsmanna sinna og samfélagsins að tryggja launajöfnuð kynjanna og eins sem almennt stjórn- eða gæðakerfi til að halda utan um og stýra launasetningu á faglegan hátt. Helstu hindranirnar eða áskoranir sem stjórnendur sjá við innleiðingu staðalsins felast í flækjugráðu við starfaflokkun og verðmætamati einstakra starfa og eins umfang vinnu, tíma og kostnaði við innleiðingu staðalsins. Viðmælendurnir bentu á ýmis tækifæri til að endurbæta staðalinn og auka skilvirkni hans og fram kom að það væri ákveðið lærdóms- eða aðlögunarferli að innleiða markmið staðalsins að fullu leyti í fyrirtækjunum og að eins þyrfti að eiga sér stað ákveðið þróunarferli hvað varðar staðalinn sjálfan í ljósi reynslunnar.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - undirritað AÞ.pdf69.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Skemman lokaeintak - AÞ .doc.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna