is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29321

Titill: 
  • Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?
  • Titill er á ensku Plastic Ocean: What to do?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að draga úr plastmengun hafsins og hvernig þau geta virkjað aðra til samstarfs um verkefnið. Dregin verður upp mynd af því hvernig plastmengun í hafi birtist í íslensku samfélagi. Skoðað verður til hvaða stjórntækja íslensk stjórnvöld geta gripið hér og nú og hvernig þau virka við þær aðstæður sem við blasa í samtímanum.
    Um er ræða eigindlega rannsóknarritgerð. Gögnum er safnað úr áður birtu efni, fjallað er um kenningar og viðtöl tekin við fólk sem starfar í tengslum við viðfangsefnið og ólík sjónarhorn dregin fram.
    Niðurstöður verkefnisins mæla með því að stjórntækin opinberar upplýsingar og reglur verði fyrir valinu til að vinna gegn plastmengun hafsins hér og nú. Stjórntæki sem hafa hagræna hvata, s.s. ríkisstyrkir og skattastyrkir, geta samhliða styrkt beitingu þessara stjórntækja. Lagt er til að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að mynda tengslanet á grunni samvinnu opinbera- og einkageirans þar sem ein skipulagsheild leiðir samvinnuna. Dagskrárkenningar Kingdons benda til að tækifæri sé til staðar til að bæta og efla stefnumótun um plastmengun í hafi.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this paper is to research strategies available to the Icelandic government for the purpose of dealing with and minimizing ocean plastic pollution, as well as to discuss how the government can activate other parties to collaborate. The ways in which ocean plastic pollution impacts Icelandic society will be summarized. I will look into tools of government available to the Icelandic government and discuss how functional they prove in regards to the situation that we are faced with today.
    This is a qualitative research paper. The data used is collected from published material, different theories are discussed, interviews are conducted with professionals from fields related to the topic and their differing points of view are presented.
    The paper concludes that tools of government, namely public information and regulations, should be used at present to counteract ocean plastic pollution. In addition, tools of government that contain economic incentives, such as grants and tax expenditures, can further strengthen the use of tools such as public information and regulations. I propose that the government should initiate public-private partnerships led by single organizations. Kingdon's agenda-setting theories suggest that it is still possible to improve policy in regards to ocean plastic pollution.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mpa_ritgerð_Plast_vefútgáfa.pdf828.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
eyðublað-Skemmuna.jpg506.82 kBLokaðurYfirlýsingJPG