is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29324

Titill: 
  • Skyggnst í skápa minjasafna: Hinsegin safnafræði, stefnur, samráð og söfn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Segja má að sögu hinsegin fólks hafi í gegnum tíðina almennt ekki verið gerð nægilega góð skil í hefðbundinni sagnaritun. Þar að auki hefur þeim þætti er snýr að hinsegin kynhneigð og kynvitund einstaklinga oftar en ekki verið sleppt í sögulegum frásögnum safna. Hinsegin fólk hefur þar með verið gert ósýnilegt og heildarmynd sögu og menningar þannig verið skekkt og samhengi rofið. Því er það mikilvægt verkefni safna að koma þessu sjónarhorni á sögunni til skila til samfélagsins svo að heildarmynd hennar og ólík sjónarhorn komist til skila. Þannig stuðla söfn að því að efla skilning á þróun og stöðu menningar. Söfn geta einnig aukið samheldni í samfélaginu með því að skapa vettvang þar sem fólki er veitt tækifæri á að fræðast og leggja skilning í fjölbreyttar og ólíkar hugmyndir og viðhorf. Kynvitund, kynhneigð og kynverund eru þræðir í lífsmunstri einstaklinga og samfélaga og geta söfn með því að flétta þessa þræði saman við önnur umfjöllunarefni sín, stuðlað að félagslegri aðild undirskipaðra samfélagshópa og aukið lífsgæði samfélagsins alls. Í þessari ritgerð er gerð tilraun til þess að skoða hvers vegna söfn ættu á einhvern hátt að fjalla um hinsegin málefni og með hvaða hætti slík umfjöllun getur farið fram.

  • Útdráttur er á ensku

    The history of LGBTQ people is seldom mentioned as part of a collective social history. Furthermore, in historical representations in museums, issues of gender identity and sexual orientation which deviate from what society considers acceptable have often been omitted. Queer people have therefore been made invisible, with their stories being either taken out of context or untold entirely. Museums have the opportunity to make a valuable contribution as narrators of history by presenting it from many different angles, thus supplying a better understanding of the status and development of cultural heritage. Museums can also increase social solidarity by creating a space where people are given the opportunity to encounter and find meaning in ideas and opinions opposed to their own. Sexual orientation and gender identity are a part of people’s lives as well as history of society. By highlighting this part and interweaving it with other more traditional representations of history, museums can advance the social inclusion of marginalized groups which in turn may benefit society as a whole. This thesis emphasises the question of why museums should present queer issues and queer history and how said issues have or should be presented in museums.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margret_A_Johannsd_ma_ritgerd.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_undirritad_margret_a_johannsd.pdf288.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF