en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29326

Title: 
 • Title is in Icelandic Bjagaðar ákvarðanir við aðstæður áhættu: Hversu vel heldur spásögn kenningarinnar um væntar nytjar í raunveruleikanum?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hegðun einstaklinga í hagkerfinu hefur ætíð verið meginviðfangsefni hagfræðinnar og hefur hagfræðingum tekist nokkuð vel að útskýra ákvörðunartöku heimila, fyrirtækja og annarra aðila á markaðnum. Undanfarna þrjá áratugi eða svo hafa hagrænar athuganir á ákvörðunartöku einstaklinga með hjálp kenninga í sálfræði aukist og hefur sú undirgrein
  hagfræðinnar fengið heitið atferlishagfæði. Atferlishagfræðingar hafa bent á og skoðað frávik frá nýklassískum hagfræðikenningum um hegðun og ákvörðunartöku einstaklinga, og leitast eftir að útskýra hvað veldur þeim. Þessi frávik í hegðun koma þá einna helst fram þegar einstaklingar taka ákvarðanir við aðstæður áhættu.
  Hér er leitast eftir að útskýra ákvarðanir einstaklinga þegar þeir standa frammi fyrir áhættu. Hámörkun væntinytja, byggðri á fullri valröðun og rökréttri ákvörðunartöku, er sú hegðun sem kenningin um væntar nytjar spáir fyrir um þegar kemur að ákvörðunartöku einstaklinga við áhættu. Hér er því leitast eftir að útskýra hversu vel þessi spásögn á við í raunveruleikanum. Atferlishagfræðingar hafa bent á að spásögn
  kenningarinnar haldi ekki alltaf, að raunhegðun einstaklinga sé önnur en spáð hegðun, og að þetta megi a.m.k. að hluta rekja til hugrænna bjagana við ákvörðunartöku. Fjallað er um þær hugrænu bjaganir sem valda slíku hér. Þá er einnig fjallað um áhrif menntunar á þessa þætti og hvort munur er á ákvörðunartöku einstaklinga eftir mismunandi menntunarstigi þeirra.
  Framkvæmd var rannsókn með þeim tilgangi að skoða ákvörðunartöku einstaklinga við áhættu í raun. Megin spurningin sem leitast er eftir að svara er hvort ákvörðunartaka einstaklinga í raun sé með þeim hætti sem kenningin um væntar nytjar spáir til um. Fjallað er um þá rannsóknaraðferð sem stuðst var við og niðurstöður rannsóknarinnar hér. Niðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar eru almennt áhættufælnir og að spásögn kenningarinnar um væntar nytjar haldi sjaldan í raun. Þá
  benda niðurstöðurnar til þess að menntunarstig einstaklinga hafi engin áhrif á viðhorf þeirra til áhættu. Það virðist hins vegar sem að menntaðri einstaklingar taki sjaldnar þær ákvarðanir sem að kenningin um væntar nytjar spáir til um, ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar.

Accepted: 
 • Jan 8, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29326


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaútgáfa pdf.pdf1.25 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf489.69 kBLockedYfirlýsingPDF