is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29329

Titill: 
  • „Alltaf að reyna að sanna sig“. Lögmæti kerfisfrumkvöðla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sögur af kappsömum frumkvöðlum sem breyta heiminum hafa veitt innblástur frá ómunatíð. Þeim farnast þó misvel í tilraunum sínum, sumir frumkvöðlar leiða til varanlegra breytinga á meðan aðrir ná aldrei eyrum annarra. Hvað skilur eiginlega þarna á milli? Hvernig tekst árangursríkum frumkvöðlum að hafa áhrif á umhverfi sitt? Hvernig fara þeir að því að sannfæra aðra um að breyta leikreglum samfélagsins - jafnvel til þess eins að renna styrkari stoðum undir eigin rekstur? Í stuttu máli: Hvað gefur hugmyndum þeirra vigt og af hverju er hlustað á þá yfir höfuð? Þessum spurningum var leitast við að svara í tilfelli íslensks frumkvöðuls sem náði markverðum árangri í upphafi aldarinnar.
    Rannsóknin byggir á ítarlegri gagnaöflun og úrvinnslu á þriðja tug viðtala sem tekin voru undir lok fyrsta áratugar aldarinnar. Rætt var við birgja frumkvöðulsins, nána samstarfsmenn hans jafnt sem keppinauta og þá voru fulltrúar stuðningsumhverfisins einnig teknir tali. Þá var þrívegis rætt við frumkvöðulinn sjálfan, tvisvar undir lok fyrrnefnds áratugar og svo aftur haustið 2017. Var sú tilhögun talin geta varpað enn skýrara ljósi á atburðarásina sem undan var gengin - eftir að „rykið hafði sest“ öllum þessum árum síðar. Viðtölin voru borin saman við erlendar rannsóknir á sviði lögmætis og kerfisfrumkvöðlafræði með það fyrir augum að henda reiður á atburðarásinni, hverjar uppsprettur lögmætisins voru og hvernig það byggðist upp. Við úrvinnslu gagnanna myndaðist fljótt skýr mótsögn: Lögmæti frumkvöðulsins gerði honum kleift að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd - á sama tíma og það dró úr vilja samstarfsmanna hans til að vinna að sömu hugmyndum. Þessi mótsögn á sér fáar hliðstæður í fræðilegum skrifum um lögmæti kerfisfrumkvöðla og er það í henni sem styrkur rannsóknarinnar liggur. Með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar eru lagðar til nokkrar nálganir og spurningar sem fræðimenn geta tekið mið af í rannsóknum sínum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - SÓJ.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.jpg198.81 kBLokaðurYfirlýsingJPG