is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29335

Titill: 
  • „Ég leyfi því bara að vera ég“ Persónulegt vörumerki áhrifavalda.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að rannsaka persónuleg vörumerki áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Persónulegt vörumerki er fremur nýlegt hugtak sem segir að hver sem er getur verið vörumerki, líkt og hver önnur vara. Persónulegt vörumerki hefur fengið aukna athygli á síðustu árum, sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla og er það talið mikilvægt að einstaklingar hugi að sínu persónulega vörumerki til þess að skara fram úr í hinum stafræna heimi. Áhersla var lögð á að skoða persónulegt vörumerki áhrifavalda í ljósi þess að þeirra nöfn eru vel þekkt á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldar hafa skapað sér sess á samfélagsmiðlum og ná auðveldlega til stórs hóps einstaklinga. Fyrirtæki hafa mikinn áhuga á að vinna með áhrifavöldum vegna þeirra áhrifa sem þeir hafa á aðra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig áhrifavaldar á samfélagsmiðlum skilgreindu sitt persónulega vörumerki og greina hvað þurfti til þess að móta sterkt persónulegt vörumerki á samfélagsmiðlum að þeirra mati. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem flokkuðust undir hugtakið áhrifavaldar á samfélagsmiðlum á Íslandi. Rannsakandi túlkaði viðtölin og við gagnagreiningu komu í ljós fjögur meginþema og höfðu tvö af þeim þrjá undirflokka. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að áhrifavaldar vilja halda í ákveðna ímynd og eru þar af leiðandi meðvitaðir um sitt persónulega vörumerki. Persónulegt vörumerki getur leitt til mikils ávinnings hvort sem það tengist persónulegum ávinningi eða atvinnumöguleikum. Niðurstöður benda til þess að áhrifavaldar skilgreina sitt persónulega vörumerki út frá sjálfum sér, sínum áhugamálum og þeirri þekkingu sem þeir hafa. Þeirra persónulega vörumerki hefur myndað sér sérstöðu á samfélagsmiðlum og telja áhrifavaldar að sérstaða er það mikilvægasta sem þarf til þess að móta sterkt persónulegt vörumerki ásamt því að vera maður sjálfur.

Samþykkt: 
  • 8.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Kristín.pdf439.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf908.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF