is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29338

Titill: 
  • Hin íslamska slæða: Fjölþætt tákn með margslungna sögu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að vera í raun einfaldur efnisstrangi er íslamska slæðan, hjiab, tiltölulega flókið og fjölbreytt fyrirbæri með langa og margslungna sögu. Elstu heimildir um að konur hafi hulið sig eru um 5000 ára gamlar. Þó slæðan þyki séríslamskt tákn í dag var hún lengi vel notuð af konum sem aðhylltust önnur trúarbrögð. Slæðan hefur í nokkurn tíma verið á milli tannanna á fólki og hafa hinir ýmsu valdhafar viljað annað hvort neyða konur til að klæðast slæðunni eða banna hana. Slæðan er margrætt tákn og ólíkar ástæður liggja að baki notkunar á henni. Sumir telja slæðuna vera kvenkúgandi venju í feðraveldissamfélagi meðan aðrir segja notkun hennar vera til merkis um mótþróa gagnvart hlutgervingu á konum í vestrænum samfélögum. Þetta eru eingöngu tvö dæmi af mörgum en þar sem um 1.6 milljarður manna eru múslímar má geta sér til um að skoðanir á slæðunni séu margbreytilegar. Í því ljósi verða hugtökin rasismi, fordómar, skörun samfélagslegrar flokkunar sem og öðrun skoðuð í samhengi við slæðuna. Einnig verður táknræn merking slæðunnar skoðuð.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala100118.pdf419.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_161.pdf90.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF