is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2934

Titill: 
 • Er íslensk myndlist áhugaverður fjárfestingakostur?
Titill: 
 • Is investing in Icelandic Art an exiting option
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga hvort íslensk myndlist sé áhugaverður
  fjárfestingakostur. Ýmis gögn hafa bent til þess að fjárfesting í myndlist sé valkostur
  fyrir fjárfesta þar sem hagnaðarvon geti bæst við fagurfræðilegan ávinning.
  Beitt er fræðilegri söguskoðun þegar íslenskur listaverkamarkaður er borinn saman
  við erlenda listaverkamarkaði auk þess að þróun þessara markaða er skoðaður í ljósi
  sögu kauphalla og markaða með verðbréf.
  Til þess að fá heildarmynd af íslenska listaverkamarkaðinum eru þeir aðilar er þar
  starfa rannsakaðir. Áhætta þeirra er höndla með listaverk er kortlögð út frá kenningum
  Paul DiMaggio sem hann setti fram í „Market structure, the creative process, and
  popular culture“ 1977 auk þess sem könnun um nám, laun og sölutekjur var lögð fyrir
  rúmlega 800 starfandi myndlistarmenn. Þá er samkeppni á listaverkamarkaði
  skilgreind út frá kenningum Raymond Moulin. Stuðst er við erlendar rannsóknir og
  greinasöfnin „Handbook of the Economics of Art and Culture“ ritstýrt af Victor A.
  Ginsburgh og David Throsby og „A Handbook of Cultural Economcs“ í ritstjórn Ruth
  Towse.
  Ávöxtun og ávöxtunarkrafa á íslenska myndlistarmarkaðnum er sett fram og borin
  saman við ávöxtun erlendra listaverkamarkaða. Ávöxtunarkrafan er reiknuð út
  samkvæmt CAPM líkaninu auk þess sem stuðst er við Íslensku listaverkavísitöluna.
  Ávöxtunarkrafa íslenska listaverkamarkaðarins er 10,85%.
  Listaverkasöfn fjögurra íslenskra listaverkasafnara voru rannsökuð og skrásett.
  Reiknuð var út ársávöxtun hvers listaverks fyrir sig út frá verðmati sem gert var af
  uppboðshúsi í Reykjavík. Meðal ársávöxtun safnanna er frá 4,93% til 16,37% ef
  miðað er við lágt verðmat þeirra en söluþóknun umfram verðbréfamarkaðinn gæti sett
  strik í heildarávöxtunina.
  Höfundar telur að íslensk myndlist sem verslað er með á Íslandi er áhugaverður
  fjárfestingakostur en taka verður fram að einungis er um fræðilegan ávinning að ræða
  en ekki raunverulegan reiknaðan út frá seldum listaverkum. Helstu ávinningur þeirra
  er fjárfesta í myndlist mun ávallt vera fagurfræðilegur.

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_ritgerd_Johann_Agust_Hansen_fixed.pdf12.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna