is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29344

Titill: 
  • Félagsráðgjöf og reynslulausn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er þáttur félagsráðgjafar við reynslulausn. Gerð verður grein fyrir af hverju sumir einstaklingar enda á að fremja glæpi. Þar eru teknir fyrir einstaklingar sem fremja afbrot en einnig konur, börn og unglingar. Kenningar og ýmsir áhrifaþættir eru skoðaðir sem ýta undir að einstaklingar og hópar leiðast út í afbrot. Farið verður í kenningar í félagsráðgjöf og skoðað hvaða kenningar er hægt að notast við í vinnu með fanga og hlutverk félagsráðgjafa í fangelsum. Reynslulausn er útskýrð, hver skilyrði hennar og tilgangur eru og það borið saman við rafrænt eftirlit og önnur lönd og skoðaðir kostir og gallar reynslulausnar. Fjallað verður um hlutverk félagsráðgjafa í vinnu með fanga á reynslulausn og hvaða meðferðarúrræðum félagsráðgjafinn getur beitt. Að lokum verður fjallað um hvernig reynslulausn getur bætt samfélagið með tilliti til endurkomu í samfélagið og forvarnarstarf. Stuðst var við ýmsar fræðigreinar og bækur, lagagreinar og almennt efni eins og Verndarblaðið og heimasíður ýmissa stofnanna. Rannsóknarspurningarnar voru: Fyrir hvers konar fanga hentar reynslulausn, hvernig nýtist félagsráðgjöf í reynslulausn og hvernig getur reynslulausn bætt samfélagið? Niðurstöðurnar voru að reynslulausn hentar fyrir þá sem voru virkilega tilbúnir til að bæta sitt eigið ástand og fylgja skilyrðunum. Félagsráðgjöf nýtist í reynslulausn vegna grunns hugmyndafræðinnar sem félagsráðgjafar vinna eftir og vegna þekkingar og hæfni félagsráðgjafans. Reynslulausn getur bætt samfélagið með færri föngum í fangelsum og með forvarnarstarfi.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaritgerd.pdf332.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf249.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF