is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29345

Titill: 
  • Verkefnastjórar framtíðarinnar: Menntun og hæfni nýútskrifaðra, og jafnframt óreyndra, verkefnastjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfang verkefnastjórnunar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, í raun svo mikið að færni í verkefnastjórnun er talin verða ein lykilfærni framtíðarinnar. Í þessari ritgerð er umfjöllunarefnið því menntun og hæfni verkefnastjóra, en ritgerðin byggir á megindlegri rannsókn meðal félagsmanna í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Markmiðið verkefnisins er að varpa ljósi á viðhorf þeirra til náms í verkefnastjórnun og hæfni nýútskrifaðra, og jafnframt óreyndra, verkefnastjóra. Niðurstöðurnar voru heilt á litið jákvæðar fyrir nemendur og skipuleggjendur náms í verkefnastjórnun enda reyndust þátttakendur í könnuninni hafa jákvæða reynslu af samstarfi við nýútskrifaða, og jafnframt óreynda, verkefnastjóra og þeir sem sjálfir höfðu lokið námi í verkefnastjórnun reyndust ánægðir með námið. Í takt við þá áherslu sem lögð hefur verið á mikilvægi reynslunáms virtust þátttakendur líta á formlegt nám sem fyrsta skref í að fullmóta verkefnastjóra framtíðarinnar. Það virðist því almenn samstaða um mikilvægi reynslu þegar kemur að hæfniþróun verkefnastjóra enda starfsvettvangurinn flókinn og fjölþættur og erfitt að kenna nokkra af mikilvægum hæfniþáttunum með formlegu námi.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefnastjórar_framtíðarinnar-MS-verkefnastjórnun.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-skemma-MBG.pdf175.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF