is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29348

Titill: 
  • „Meðvitund fólks byrjar oft í ruslatunnunni“. Upplifun sérfræðinga í umhverfismálum af árangri á flokkun heimilisúrgangs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar „Meðvitund fólks byrjar oft í ruslatunnunni“, er að kanna upplifun sérfræðinga í umhverfismálum af árangri á sorpflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarspurning verkefnisins er: „Hver er upplifun sérfræðinga í umhverfismálum hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu af árangri á flokkun á heimilisúrgangi?“ Lykilhugtök rannsóknarinnar voru sorpflokkun, samfélagsleg ábyrgð, stefna sveitarfélaga og árangur af sorpflokkun. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð til að svara rannsóknarspurningunni og fyrirbærafræðilega greiningaraðferð við greiningu viðtala. Tekin voru fimm hálfopin viðtöl við sérfræðinga í umhverfis- og úrgangsmálum hjá fjórum sveitarfélögum og einu sorpmeðhöndlunarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Við greiningu viðtalanna birtust þrjú þemu, þau voru framfarir í sorpflokkun, vitundarvakning íbúa og ósamræmi í stefnu sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tækifæri séu til þess að gera betur í sorpflokkun með aukinni samvinnu sveitarfélaga, samstilltu átaki í formi aukinnar fræðslu, vitundarvakningu og samræmdri stefnu sveitarfélaga.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Meðvitund fólks byrjar oft í ruslatunnunni“ pdf skjal.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg642.93 kBLokaðurYfirlýsingJPG