is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29349

Titill: 
 • Domino's Pizza: Vitund og ímynd meðal neytenda á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Domino‘s var stofnað árið 1960 af bræðrunum Tom og James Monaghan í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu þar til fyrirtækið hafði fjölgað útibúum sínum um helming og vöxtur þess jókst með hverju árinu. Í dag eru um 13.000 Domino’s staðir starfrækir um allan heim og vörumerkið í hópi stærstu skyndibitaskeðja heims.
  Markmið rannsóknar var að skoða fyrirtækið Domino‘s með tilliti til vitundar og ákveðna ímyndarþátta. Settar voru fram fjórar rannsóknarspurningar:
   Velja neytendur þann kost sem er þeim efst í huga?
   Hversu sterk er vitund neytenda á vörumerkinu Domino’s?
   Hversu eftirtektarvert er vörumerkið Domino‘s?
   Hvaða ímyndarþættir tengja neytendur við vörumerkið Domino‘s?
  Notast var við megindlega og eigindlega aðferðafræði til þess að svara ofangreindum spurningum. Eigindleg rannsókn var í formi viðtals sem tekið var við markaðsstjóra Domino‘s á Íslandi. Megindleg rannsókn var í formi spurningarlista sem hannaður var út frá þeim upplýsingum sem fengust í viðtalinu. Spurningarlistanum var dreift í gegnum samskiptaforritið Facebook og var notast við hentugleika úrtak.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Domino‘s hefur almennt jákvæða stöðu í huga neytenda. Það kom þó höfundi á óvart að vörumerkið var ekki efst í huga neytenda þrátt fyrir það hversu margir nefndu Domino‘s sem fyrsta val á skyndibita. Vörumerkið Domino‘s þótti eftirtektarvert og sýndu niðurstöður fram á að þátttakendur þekktu vörumerkið vel og hvaða þjónustu það veitir. Þeir ímyndarþættir sem þátttakendur tengdu við fyrirtækið voru almennt jákvæðir, sem dæmi voru þátttakendur ánægðir með hversu auðvelt er að panta vöru frá fyrirtækinu og hversu gott aðgengið er. Niðurstöður könnunar leiddu loks í ljós að rík tengsl voru á milli gæða vörumerkisins og þjónustu þess.
  Höfundur telur að niðurstöður geti nýst Domino‘s á Íslandi og þeim fyrirtækjum sem komu við sögu við rannsóknina þar sem hægt að skoða hvað mætti fara betur í tengslum við vitund og ímynd vörumerkjanna.

Samþykkt: 
 • 9.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Snædís Guðjónsdóttir.pdf810.2 kBLokaður til...01.01.2043HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf107.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF