is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2935

Titill: 
 • Umboðsvandi í íslensku og erlendu viðskiptalífi
Titill: 
 • Agency problem in Icelandic and foreign business
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um umboðskenninguna og þætti innan hennar, nánar tiltekið
  umboðsvanda og umboðskostnað. Fjallað er fræðilega um þessi hugtök, sagt frá sambandi
  umboðsveitanda (e. principal) og umboðsþega (e. agent), hvernig þessir aðilar nálgast
  samningaborð með ósamhverfar upplýsingar og hvaða áhrif það hefur á framvindu sambands
  þeirra. Dregin eru fram tvö fræg dæmi erlendis frá þar sem umboðsvandinn kemur við sögu
  sem og dæmi frá íslensku viðskiptalífi.
  Fyrra erlenda dæmið fjallar um Enron málið þar sem stjórnendur fóru langt fram úr umboði
  sínu við rekstur fyrirtækisins, stundum í samvinnu við stjórn og endurskoðendur en einnig án
  þess að bera málin undir þessa aðila, hvernig Enron faldi tap sitt í félögum á aflandseyjum
  sem ekki þurfti að gera grein fyrir í efnahagsreikningi og hvernig stjórnendur seldu hluti sína
  í fyrirtækinu vitandi það að rekstur þess gengi illa en án þess að láta aðra hluthafa vita.
  Hitt erlenda dæmi sem tekið er kemur frá Danmörku, IT Factory málið. Þar var aðal gerandi
  málsins forstjóri og eigandi sem gerði samninga við lánadrottna án þess nokkurn tímann að
  hafa í hyggju að halda þá.
  Íslensk dæmi eru nefnd til sögunnar til að draga fram hvernig stjórnarmenn þurfa að sæta
  ábyrgð gjörða sinna og hvernig þeir geta skapað umboðsvanda með því að mismuna
  hluthöfum fyrirtækja þannig að sumir hluthafanna beri skarðan hlut frá borði, hvernig stórir
  hluthafar reyna að þvinga fram útkomu í sína þágu á kostnað minni hluthafa og hvernig
  siðavandi veldur því að menn brjóta þá samninga sem þeir hafa gert.
  Niðurstöður eru í stuttu máli þær að hægt er að reyna að koma í veg fyrir umboðsvanda með
  því að tengja hagsmuni stjórnenda við rekstur fyrirtækis með umbunarkerfi og hafa eftirlit
  með rekstrinum í gegnum óháða endurskoðendur og yfirvöld. Slíkt er þó vandmeðfarið því
  mannlegt eðli er brigðult, engir samningar eru fullkomnir og því alltaf hætta á því að
  mótaðilar í samningum finni leið framhjá skilyrðum þeirra

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_TomasOrn_vor2009_fixed.pdf658.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna