is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29350

Titill: 
 • Raungengi krónunnar og endurhvarf til miðju: Jafnvægisraungengi í eignastýringu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni er leitast við að svara spurningunni um hvort hægt sé að bæta árangur eignastýringar með líkönum sem ganga út frá því að endurhvarf að miðju eigi við um raungengi íslensku krónunnar. Markmið eignasafnanna er að hámarka kaupmátt í íslenskum krónum til lengri tíma að teknu tilliti til áhættu.
  Kaupmáttarjafnvægi er ein af undirstöðukenningum þjóðhagfræðinnar og hvílir á þeirri stoð að endurhvarf að miðju eigi við um samband gengi gjaldmiðla og verðlags. Hlutfallslegt kaupmáttarjafnvægi felur í sér að hlutfallslegt samband gengis og verðlags í ólíkum löndum leiti til jafnvægis til langs tíma. Raungengi er mælikvarði á hlutfallslegan kaupmátt í einum gjaldmiðli gagnvart öðrum. Í hagrannsóknum er sístæðni raungengis forsenda þess að kaupmáttarjafnvægi fái staðist. Reynist tímaröðin ósístæð er fylgni breytunnar við síðustu mælingu of mikil til að hægt sé að spá endurhvarfi að fyrra meðaltali.
  Fyrri hluti rannsóknarinnar beinist að því að leggja mat á jafnvægisraungengi íslensku krónunnar. Í því skyni eru gerð tvö tölfræðipróf á sístæðni raungengis krónunnar á tímabilinu 1980-2017 til að meta hvort þau uppfylli skilyrði endurhvarfs að miðju um sístæðni tímaraðarinnar. Niðurstöður prófanna voru ekki afgerandi en gefa vísbendingu um að raungengi krónunnar sé sístætt með leitni. Fyrri rannsóknir benda til þess að vandasamt getur verið að sýna fram á sístæðni með gögnum sem ná til svo skamms tíma.
  Í kjölfarið er jafnvægisgengi krónunnar fundið með línulegri aðhvarfsgreiningu þar sem stuðst er við mánaðarleg gögn síðastliðinna 20 ára frá matstíma.
  Í seinni hluta rannsóknarinnar eru sett upp þrjú eignastýringarlíkön sem byggja meðal annars á mati á þróun nafngengis krónunnar út frá jafnvægisraungenginu og er frammistaða þeirra borin saman við viðmiðunarlíkan, sem eingöngu er ávaxtað með áhættulausum vöxtum í íslenskri krónu. Tvö líkananna af þremur skiluðu umtalsvert betri heildarávöxtun fyrir allt tímabilið en viðmiðunarlíkanið, en á kostnað aukins flökts.
  Árangur líkananna telst ekki góður í hefðbundnu mati á ávöxtun með tilliti til áhættu. Hins vegar kann sú áhætta að vera ofmetin vegna skammtímasveiflna í gengi krónunnar.

Samþykkt: 
 • 9.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eignastýring út frá raungengi_lokautgafa.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlýsing.pdf104.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF