is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29351

Titill: 
  • Upplifun karlmanna á þrítugsaldri á fyrirtækjamenningu
    innan fjármálageirans. „þetta er náttúrulega karlasport“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að auka skilning á fyrirtækjamenningu innan fjármálageirans. Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um geirann en lítið hefur verið skrifað um fyrirtækjamenninguna innan hans útfrá upplifun og reynslu starfsmanna. Til að auka skilning á viðfangsefninu er mikilvægt að allar hliðar séu rannsakaðar.
    Ritgerðin er tvískipt. Í Fyrri hlutanum er farið yfir fræðin sem tengjast rannsóknarefninu. Í þeim hluta er farið yfir rannsóknir fræðimanna á hugtakinu fyrirtækjamenning, mismunandi gerðir hennar, upplifun og hvernig skoðanir eru á henni innan fjármálageirans. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um þá aðferðafræði sem notast var við rannsóknina og niðurstöður. Rannsóknin var eigindleg og notast var við aðferðafræði fyrirbærafræðinnar til að greina frá gögnum og niðurstöðum rannsóknarinnar. Höfundur tók viðtöl þar sem fjórir karlmenn innan fjármálageirans á þrítugsaldri voru spurðir út í upplifun og reynslu þeirra á fyrirtækjamenningu innan sinna fyrirtækja.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikill hraði einkenni menninguna, fagmennska, reglugerð og ímynd skiptir fyrirtækin miklu máli. Viðmælendur voru sammála um að karlmenn ráði ríkjum og að konur eigi enn erfitt með að komast í stjórnunarstöður innan fjármálageirans.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf525.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing .pdf163.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF