is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29352

Titill: 
  • Lágmarkslaun í Evrópu: Samanburður á lágmarkslaunakerfum Bretlands og Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar fyrst og fremst um lágmarkslaun í Evrópu og samanburð á mismunandi lágmarkslaunakerfum innan Evrópu. Einning er fjallað um nokkur lönd sem eru með mismunandi lágmarkslaunakerfi en tvö lönd verða skoðuð ítarlega. Bretland og Ísland eru með sitt hvort lágmarkslaunakerfið og því eru þessi tvö lönd tilvalin til að skoða betur og bera saman. Áður en samanburðurinn hefst er farið yfir helstu hugtök sem verða notuð í ritgerðinni og útskýrt tengsl þeirra við efnið.
    Helstu niðurstöður samanburðarins leiða í ljós að launþegar á Íslandi eru í betri samningsaðstæðum til að semja um laun á vinnumarkaði en launþegar í Bretlandi. Það er þó erfitt að komast að endanlegri niðurstöðu þar sem fleiri þættir hafa áhrif á niðurstöðurnar. Samkvæmt gögnum sem voru notuð í þessari ritgerð er niðurstaðan sú að á Íslandi eru hærri lágmarkslaun en í Bretlandi. Einnig er minna hlutfall launþega á Íslandi í áhættuhóp um að lifa við fáttækt miða við Bretland. Launakerfi þar sem kjarasamningar ákvarða lágmarkslaun í landinu eru samkvæmt þessu betra kerfi en að ríkistjórn ákveði lágmarkslaun með lögum.
    Samanburður á Íslandi og Bretlandi verður í bandarískum dölum. Þar sem að tölurnar í gögnum OECD eru frá árinu 2016 tekur samanburðarkaflinn mið af meðallaunum og lágmarkslaunum þess árs.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viktoría Valdimarsdóttir.pdf902.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_4338.JPG1.53 MBLokaðurYfirlýsingJPG