Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29357
Loftslagsbreytingar eru eitt mest aðkallandi vandamál samtímans. Algengt er að einstaklingar reyni að hafa áhrif á þessa varhugaverðu þróun með neysluhegðun sinni og því vert að skoða hvort að vistvæn neysluhyggja sé afgerandi þáttur í að leysa loftslagsvandann eða einungis takmörkuð aðgerð. Í þessari ritgerð er neysluhegðun Íslendinga og viðhorf þeirra til umhverfismála sérstaklega skoðað. Farið er yfir hvernig áhersla ríkja á hagvöxt með tilheyrandi einkaneyslu hefur að miklu leyti leitt til þeirra loftslagsvandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Vistvæn neysluhyggja er skilgreind og farið er yfir hvaða afleiðingar það getur haft að treysta á slíka neyslu sem lausn á loftslagsvandanum. Skoðað er hvernig neysluhyggjan er í hávegum höfð á Íslandi og því til stuðnings, og til að sýna fram á takmarkanir vistvænnar neysluhyggju, er notast við gögn úr óútgefinni rannsókn sem Jukka Heinonen o.fl. standa að. Til að greina gögnin er eigindlegri og megindlegri aðferðafræði beitt. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að vistvæn neysluhyggja geti ein og sér ekki verið afgerandi þáttur í að leysa loftslagsvandann. Í fyrsta lagi er einstaklingsframtakið takmörkunum háð og í öðru lagi skilar einstaklingsframtakið takmörkuðum árangri sökum endurkastsáhrifa. Meginniðurstöður ritgerðarinnar er að neysluhyggjan hafi að miklu leyti skapað þau loftslagsvandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag og því nauðsynlegt að bregðast við henni. Vistvæn neysluhyggja er ein og sér ekki lausn við vandanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rakel Guðmundsdóttir - Vistvæn neysluhyggja.pdf | 640.17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
rakel-yfirlýsing.pdf | 112.64 kB | Lokaður | Yfirlýsing |