Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2936
Þáttur þjóðmenningar í útrás íslenskra fyrirtækja hefur lítið verið rannsakaður hér á landi. Erlendis hafa verið framkvæmdar viðamiklar rannsóknir á þessum þætti alþjóðavæðingarinnar og eru skiptar skoðanir á mikilvægi hans. Íslenskar rannsóknir hafa verið framkvæmdar en ekki viðamiklar. Þeim ber þó saman um helstu áhrifaþætti íslenskrar þjóðmenningar. Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka áhrif þjóðmenningar á íslensk útrásarfyrirtæki og hverjir eru þá helstu áhrifaþættir hennar. Kenningar Hofstede, Trompenaars og Hampden-Turner liggja þessari skýrslu til grundvallar auk þess sem stuðst er við fræðilegar skýrslur og annað ritað efni. Meginniðurstöður, að mati höfundar, eru þær helstar að þjóðmenning skiptir máli þegar farið er í útrás. Sigrar og sorgir íslenskra útrásarfyrirtækja má rekja að hluta til íslenskrar þjóðmenningar og einkenna hennar. Niðurstöður skýrslunnar eru í stórum dráttum þær að hér á landi sé lítil valdafjarlægð, samskipti séu óformleg og stéttaskipting ekki mikil. Íslendingar hafa lágt óvissuþol og hræðast ekki breytingar eða óvæntar aðstæður. Karllæg viðmið eru ráðandi á kostnað mýkri gilda eins og umönnun og umhyggju. Hér á landi hefur einstaklingshyggja verið ráðandi á kostnað félagshyggju. Einfaldar og stuttar boðleiðir eru Íslendingum að skapi en þeir standa og falla með ákvörðunum sínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerd_Fjola_vor2009_fixed.pdf | 1,01 MB | Lokaður | Heildartexti |