is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29360

Titill: 
  • Á ég að gera það? Upplifun stjórnenda hjá Reykjavíkurborg á innleiðingu nýs mannauðs- og launakerfis
  • Titill er á ensku The experience of managers at the city of Reykjavík with the implementation of a new HR system.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að skilja betur upplifun stjórnenda hjá Reykjavíkurborg sem voru þátttakendur í innleiðingaferli nýs mannauðs- og launakerfis hjá Reykjavíkurborg árið á árunum 2015-2017 og draga fram ólík viðhorf þeirra til ferlisins. Horft er á innleiðingarferlið út frá sjónarhorni einstaklinga sem það hafði áhrif á og ferlið borið saman við helstu kenningar breytingastjórnunar. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru tvö hálfopin viðtöl við stjórnendur sem fengu það verkefni að fylgja eftir innleiðingarferlinu og í framhaldi þrjá stjórnendur sem voru þátttakendur í innleiðingarferlinu og þurftu að aðlagast breyttu verklagi á mismunandi stigum. Áhugi rannsakanda á viðfangsefninu kviknaði á innleiðingartímanum þar sem mannauðs- og launakerfi er lykilkerfi hjá einum stærsta vinnuveitanda landsins, Reykjavíkurborg. Mjög margir hafa aðkomu að kerfinu á hverjum tíma. Rannsakandi hafði áhuga á að kanna hvernig breytingarnar höfðu áhrif á störf stjórnenda og þá aðstoð sem þeir fengu til að aðlagast breyttu vinnulagi á innleiðingartímanum. Í rannsókninni er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: „Hver er upplifun stjórnenda á innleiðingu nýs mannauðs- og launakerfi Reykjavíkurbogar?“ og í framhaldi er reynt að svara: „Hvort munur sé á upplifun stjórnenda eftir því hvar þeir eru staðsettir í stjórnsýslunni?“ Niðurstöður sýna að margt er sameiginlegt með upplifun þvert á stjórnendahópinn en þó svo að upplifunin geti á köflum verið lík er orsökin oft af ólíkum meiði.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á ég að gera það.pdf1.13 MBLokaður til...09.01.2028HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf35.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF