is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29362

Titill: 
  • Börn vímuefnaneytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar eru börn sem alast upp við vímuefnaneyslu foreldra. Markmið verkefnisins er að skoða þau áhrif sem börn vímuefnaneytenda verða fyrir, ásamt því að skoða hvort neysla foreldra ýti undir áhættuhegðun hjá börnum þeirra. Fjallað er um hvernig vímuefnasýki getur haft á alla fjölskylduna og foreldrahæfni Einnig er farið yfir helstu kenningar og hugtök sem tengjast viðfangsefni ritgerðarinnar.
    Rannsóknir hafa sýnt fram á að vímuefnaneysla foreldra hafi slæm áhrif á börnin þeirra. Einnig hafa rannsóknir gefið til kynna að vímuefnasýki í fjölskyldum hafi áhrif á líðan allra fjölskyldumeðlima og getur mikill óstöðugleiki myndast innan fjölskyldunnar.
    Á heimilum þar sem vímuefnaneysla foreldra á sér stað eru miklar líkur á að börnin verði fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Þar að auki er vanræksla algeng þar sem neysla vímuefna er í forgang hjá foreldrunum. Börn sem alast upp við vímuefnaneyslu foreldra eru líklegri en önnur börn til þess að glíma við ýmis vandkvæði og neyta sjálf vímuefna. Samantekið benda niðurstöður rannsókna á að ýmsir verndandi þættir sem sagt gott stuðningsnet og forvarnir geti dregið úr líkum á áhættuhegðun þeirra sem alast upp með vímuefnasjúku foreldri. Fjöldi úrræða er í boði á Íslandi, sem dæmi má nefna Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og Foreldrahús. Samtökin bjóða uppá þjónustu bæði fyrir foreldra og börnin.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- í sniðmáti.pdf482 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-ba.pdf59.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF