is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29363

Titill: 
  • Besta gjöfin sem þú getur gefið öðrum er tíminn þinn: Áhrif samskipta ættingja eða annarra heimsóknarúrræða á líðan aldraðra á öldrunarstofnunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allir hafa mismunandi félagslegar þarfir. Mörgum líður vel að vera einir og með sjálfum sér og finna sjaldnast til einmanaleika, á meðan aðrir finna fyrir meiri þörf fyrir félagslegum tengslum. Flestir þurfa einhver félagsleg tengsl eða hafa þörf fyrir að umgangast aðrar manneskjur til að viðhalda góðri geðheilsu. Sá aldurshópur sem telst til elsta hóps fjölskyldunnar fer stækkandi í samfélaginu. Hans er lítið getið í umræðu samfélagsins um fjölskylduna, enda má segja að þessi hópur sé ekki mjög kröfuharður. Nauðsynlegt er hins vegar að huga betur að þessum aldurshóp, bæta aðbúnað þeirra sem eru orðnir veikir og háðir umönnun annarra einstaklinga. Í samfélagslegri umræðu undanfarið hefur lítið verið fjallað um líðan aldraðra, þeirra sem komnir eru inn á öldrunarstofnanir. Margir hverjir upplifa einmanaleika og lítil vitneskja er um hvað gerist í raun þegar aldraðir einstaklingar flytja á öldrunarstofnanir. Aðstoð við aldraða og öldrunarþjónusta hafa tekið miklum breytingum á þessari öld, og einkum síðustu áratugina. Þá hefur staða eldra fólks breyst verulega innan fjölskyldunnar og er ekki lengur um að ræða þessa samheldnu einingu sem áður var ríkjandi í íslensku samfélagi. Aðskilnaður kynslóðanna er því orðinn staðreynd í samfélagi nútímans. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þau áhrif sem samskipti milli ættingja og aldraðra hafa á líðan þeirra á öldrunarstofnunum, eða áhrif sem önnur heimsóknaúrræði hafa á líðan þeirra. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið um áhrif heimsókna til aldraðra, hafa flestar snúist um aldraða sem enn búa í heimahúsum en ekki um þá sem búa á öldrunarstofnunum. Í ritgerðinni verður leitast eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða áhrif hafa samskipti milli ættingja og/eða annarra heimsóknarúrræða á líðan aldraðra á öldrunarstofnunum?
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að áhrif samskipta milli ættingja eða annarra heimsóknarúrræða og aldraðra á öldrunarheimilum minnka líkur á einangrun þeirra og bæta líðan þeirra. Heimsóknir frá ættingjum stytta daginn, veita styrk og efla fjölskyldutengslin. Stuðningur fjölskyldunnar er því mikilvægur þegar aldurinn færist yfir og samskipti aðstandenda hafa góð sálræn áhrif á líðan aldraðra.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing-Hafdís.pdf678 kBLokaðurYfirlýsingPDF
lokaútgáfaTILBÚINHRG.pdf760.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna