is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29366

Titill: 
 • Staða og stefna loftslagsmála á Íslandi. Skuldbindingar og hugsanlegar hindranir sem ríkið og fyrirtæki standa frammi fyrir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Allt frá undirritun Genfarsamningsins 1983 hefur Ísland haft skuldbindingar er varða loftlagsmál. Í dag, nokkrum samningum seinna, erum við stödd á seinna skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Ísland hefur tölulegum skuldbindingum að gegna er varða losun á gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið en tímabilið mun enda með uppgjöri í lok árs 2020. Ef ekki næst að uppfylla þær skuldbindingar sem landið hefur gengið að fyrir uppgjörið gæti það reynst dýrkeypt. Ísland stóðst skuldbindingar sínar á fyrra tímabili Kyoto-bókunarinnar, en mikilvægt er að líta til tveggja þátta sem stuðluðu að því. Annars vegar íslenska ákvæðið svokallaða sem varð til þess að losunarheimildir voru gerðar upp án aukakostnaðar. Hins vegar að Ísland fékk einnig heimild til þess að auka við losun sína um 10% á tímabilinu og var eitt af fáum löndum
  sem stefndu ekki að samdrætti. Í dag falla skuldbindingar Íslands í raun á tvennan máta, annars vegar á íslenska ríkið og hins vegar á fyrirtæki sem falla undir skilyrði stóriðju. Telja má að um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda komi fyrir tilstilli stjóriðju en 55% er tilkomin utan hennar.
  Stjóriðjan fellur undir viðskiptakerfi ETS (e. The EU Emission Trading System ) sem er kolefnismarkaður Evrópusambandsins. Fyrirtækin fá úthlutað að mestu
  endurgjaldslausum losunarheimildum en ef útblástur gróðurhúsalofttegundanna fer yfir veittan fjölda verða þau sjálf að bera kostaðinn og kaupa aukalega losunarheimildir. Íslensk stjórnvöld komu í gang aðgerðaráætlun árið 2010 og árið 2015 kom út
  sóknaráætlun í loftlagsmálum þar sem skuldbindingar Íslands gagnvart bókuninni á núverandi tímabili byggjast á því að Ísland taki á sig sameiginlega skuldbindingu með þjóðum Evrópusambandsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um 20%. Parísarsamningurinn er mikilvægur fyrir framtíðina en öll helstu ríki heims hafa skrifað undir og hafa þannig sýnt metnaðarfulla viðleitni til að berjast gegn
  loftslagsbreytingum og í leiðinni skapa aukinn tíma til að aðlagast áhrifum af völdum þess. Bandaríkin hafa þó nýverið dregið undirritun sína tilbaka. Staða losunarheimilda er enn óviss, en Ísland stefnir á áframhaldandi samstarf með Evrópusambandinu og Noregi
  6 og stefnir að markmiðum um 40% sameiginlegan samdrátt útblásturs gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við árið 1990.

Samþykkt: 
 • 9.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða og stefna loftslagsmála á Íslandi Skuldbindingar og hugsanlegar hindranir sem ríkið og fyrirtæki standa frammi fyrir - lokaskil.pdf604.16 kBLokaður til...01.02.2050HeildartextiPDF
YfirlýsingBÞ.pdf345.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF