is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2937

Titill: 
 • Notkun tónlistarmeðferðar fyrir sjúklinga við aðgerðir, inngrip og í öndunarvél
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Algengt er að sjúklingar upplifi neikvæð einkenni aðgerða og inngripa. Kvíði og verkir eru meðal þeirra algengustu og geta haft neikvæð áhrif á bataferli sjúklinga. Mikilvægt er að hjálpa þeim að draga úr þessum einkennum og hafa hjúkrunarfræðingar notað viðbótarmeðferðir eins og tónlistarmeðferð til að reyna að bæta líðan þessara sjúklinga.
  Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða rannsóknir á notkun tónlistarmeðferðar fyrir og eftir aðgerðir, við inngrip og hjá sjúklingum í öndunarvél. Leitast verður við að svara því hvort tónlistarmeðferð dragi úr neikvæðum einkennum hjá þessum hópum sjúklinga, hvort einhverjir þættir í framkvæmd tónlistarmeðferðar skili betri árangri og hvert viðhorf sjúklinganna sé til meðferðarinnar.
  Niðurstöður samantektarinnar benda til að tónlistarmeðferð geti dregið úr kvíða og verkjum og stutt við aðrar meðferðir sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir, inngrip og í öndunarvél. Í mörgum rannsóknanna kom fram minni kvíði en einnig var algengt að hjartsláttur, blóðþrýstingur og öndunartíðni væri lægri hjá þeim sem hlustuðu á tónlist saman borið við samanburðarhópa. Tímalengd tónlistarmeðferðar virðist ekki tengjast árangri á skýran hátt. Þátttakandur voru í flestum tilfellum ánægðir með tónlistarmeðferðina.
  Álykta má að tónlistarmeðferð sé árangursrík meðferð til að draga úr neikvæðum einkennum aðgerða og inngripa. Auk þess er meðferðin auðveld í framkvæmd fyrir hjúkrunarfræðinga.

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LKOpd_fixed[1].pdf186.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna