is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29371

Titill: 
  • Hvers konar hegðun eru einstaklingar að læra innan fótbolta? Viðtalsrannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvers konar uppeldi strákar eru að læra með því að æfa fótbolta. Hér er átt við hegðun sem er ekki samfélagslega samþykkt en ekki er litin hornauga innan fótbolta samfélagsins. Ákveðið var að notast við eigindlega aðferð og tekin voru fimm viðtöl við stráka sem hafa æft fótbolta á uppeldisárum sínum. Þeir voru beðnir um að segja frá atburðum sem áttu sér stað í kringum fótboltaumhverfi sín. Í niðurstöðum mátti sjá að allir þátttakendur höfðu tekið eftir að einelti átti sér stað í fótbolta. Gerendur eineltis voru oftast þeir sem voru bestir í íþróttinni og þolendur voru strákarnir sem voru lélegir í fótbolta. Ástæðan fyrir því að strákarnir byrjuðu að æfa fótbolta kom frá utanaðkomandi öflum annað hvort frá vinum eða fjölskyldumeðlimum. Allir viðmælendur áttu sér uppáhalds treyjunúmer sem mátti rekja til að átrúnaðargoð þeirra bar sama númer. Þá töldu þeir að fótbolti hafi kennt þeim hvernig á að haga sér og vinna saman í hóp. Þá mátti sjá ákveðið stigveldi eiga sér stað innan fótboltans, þar sem getustig í fótbolta ákvarðar völd einstaklings.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingi Steinn Arnórsson.pdf830.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf129.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF